Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 15:59 Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, með ísraelskum hermönnum nærri landamærum Líbanon í dag. Ísraelski herinn Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. Halevi ávarpaði hermenn í norðanverðu Ísrael í dag þar sem hann sagði þeim að hlusta á dyninn í herþotunum yfir þeim. „Við höfum gert árásir í allan dag. Þetta er bæði til að undirbúa mögulega innrás ykkar og til að grafa undan Hezbollah,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að Hezbollah hefðu í morgun gert árás lengra inn í Ísrael en áður og að seinna í dag yrði þeirri árás svarað. Hezbollah skaut í dag skotflaug að Tel Aviv í fyrsta sinn. Skotflaugar kallast á ensku „Ballistic missile“ og þær virka á þann veg að þeim er skotið hátt upp í gufuhvolfið og sprengjuoddar þeirra falla svo hratt til jarðar og er erfitt að skjóta þá niður. Ísraelum tókst það þó og er skotflaugin ekki sögð hafa valdið mannfalli né miklu tjóni. Umfangsmiklar árásir Ísraela á Líbanon undanfarna daga hafa kostað minnst 560 manns lífið. Sjá einnig: Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Halevi gaf einnig í skyn að innrás væri í vændum, svo hægt væri að tryggja að fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í norðanverðu Ísrael vegna eldflaugaárása Hezbollah á undanförnum mánuðum geti snúið aftur heim. Fyrr í dag gaf ísraelski herinn það út að verið væri að kalla út tvö stórfylki af varaliðsmönnum og þeir yrðu sendir til Norður-Ísrael. Þetta væri svo áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í norðurhluta landsins. Frá jarðarför tveggja af leiðtogum Hezbollah í Beirút í morgun. Ísraelar hafa fellt marga af leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum og jafnvel mánuðum.AP/Hassan Ammar Hafa rifist um innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Halevi ávarpaði hermenn í norðanverðu Ísrael í dag þar sem hann sagði þeim að hlusta á dyninn í herþotunum yfir þeim. „Við höfum gert árásir í allan dag. Þetta er bæði til að undirbúa mögulega innrás ykkar og til að grafa undan Hezbollah,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að Hezbollah hefðu í morgun gert árás lengra inn í Ísrael en áður og að seinna í dag yrði þeirri árás svarað. Hezbollah skaut í dag skotflaug að Tel Aviv í fyrsta sinn. Skotflaugar kallast á ensku „Ballistic missile“ og þær virka á þann veg að þeim er skotið hátt upp í gufuhvolfið og sprengjuoddar þeirra falla svo hratt til jarðar og er erfitt að skjóta þá niður. Ísraelum tókst það þó og er skotflaugin ekki sögð hafa valdið mannfalli né miklu tjóni. Umfangsmiklar árásir Ísraela á Líbanon undanfarna daga hafa kostað minnst 560 manns lífið. Sjá einnig: Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Halevi gaf einnig í skyn að innrás væri í vændum, svo hægt væri að tryggja að fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í norðanverðu Ísrael vegna eldflaugaárása Hezbollah á undanförnum mánuðum geti snúið aftur heim. Fyrr í dag gaf ísraelski herinn það út að verið væri að kalla út tvö stórfylki af varaliðsmönnum og þeir yrðu sendir til Norður-Ísrael. Þetta væri svo áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í norðurhluta landsins. Frá jarðarför tveggja af leiðtogum Hezbollah í Beirút í morgun. Ísraelar hafa fellt marga af leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum og jafnvel mánuðum.AP/Hassan Ammar Hafa rifist um innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30
Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02