Manndrápstíðni áhyggjuefni þrátt fyrir sveiflur og fólksfjölgun Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 13:17 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðiprófessor. Vísir/Arnar Frá árinu 2016 hafa verið framin um þrjú manndráp á ári að meðaltali á Íslandi. Manndrápstíðnin á því tímabili er nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa. Lögreglumál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, skrifar á Vísindavefinn. „Manndrápsmál hafa verið óvenjutíð á Íslandi undanfarið og því brýnt að greina þróunina og þann vanda sem við er að eiga,“ segir í grein Helga. Hann fer yfir tölfræði manndrápa frá síðustu aldamótum, en á þeim tíma hafa um sextíu slík mál verið skráð hjá lögreglu, en þar af er um tugur á síðustu tveimur árum. „Á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar voru manndrápin rúmlega tvö á ári að meðaltali. Ef aðeins síðustu ár frá og með 2020 eru skoðuð eru um 3,6 manndráp að meðaltali á ári eða talsverð aukning frá fyrri árum.“ Helgi segir nauðsynlegt að taka mið af mannfjöldabreytingum til að meta þróunina í fjölda manndrápa. Um aldamótin hafi íbúar á Íslandi verið um 280 þúsund, en nú séu um hundrað þúsund fleiri íbúar. „Ef mannfjöldabreytingar eru teknar með í reikninginn er hlutfallsleg aukning manndrápa á Íslandi því ekki eins veruleg og virðist við fyrstu sýn þegar fjöldinn einn og sér er skoðaður,“ segir Helgi. Hann bendir einnig á að manndráp virðist koma í bylgjum. Fimm manndráp hafi verið árið 2000, önnur fimm árið 2002 og enn önnur fimm árið 2004. Slíkir toppar hafi síðan ekki sést aftur fyrr en á allra síðustu árum. Fimm manndráp hafi orðið 2023 og þá minnist hann á að sex manndráp hafi orðið fram í september á þessu ári. Þá telur hann ekki með andlát tíu ára stúlku sem varð í þessum mánuði, en faðir hennar er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Ísland er fámenn þjóð og manndrápsmál eru þrátt fyrir allt fátíð hér á landi, sem betur fer. Í tilfelli fámennra þjóða og fárra mála má alltaf búast við sveiflum milli ára. Í fræðunum verður því að skoða þróunina yfir lengra tímabil en einungis eitt eða tvö ár.“ Ísland nálægt mörgum Evrópuþjóðum Hjá milljónaþjóðum sé tíðnin yfirleitt stöðugri milli einstakra ára að sögn Helga. „Ef við greinum þróunina á Íslandi frá aldamótum er tíðnin því lægri en þegar topparnir í manndrápum koma upp hjá okkur. Aftur á móti mælast topparnir hátt hjá okkur í samanburði við margar Evrópuþjóðir.“ Helgi minnist á skýrslu um manndráp á Norðurlöndum frá árinu 2007 til 2016, en þar hafi manndrápstíðnin verið lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það segir Helgi að fjöldi manndrápa á Íslandi frá árinu 2016 sé samt áhyggjuefni. Hann vísar til þess að þrjú manndráp séu framin hér á landi að jafnaði sem sé nálægt meðaltali margra Evrópuþjóða. Frá 2016 til 2024 séu um að bil 0,7 manndráp á hverja hundrað þúsund íbúa.
Lögreglumál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira