Geta veitt fyrirtækjum hagstæðari lán Árni Sæberg skrifar 25. september 2024 13:20 Frá vinstri til hægri: Marjut Falkstedt, forstjóri EIF, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Clara Ganslandt, sendiherra ESB á Íslandi, sem undirrituðu samkomulagið í Arion banka í gær. Arion banki Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella. Í tilkynningu þess efnis á vef Arion banka segir að stuðningi EIF sé ætlað að styðja við þrjú ólík svið hér á landi; fjárfestingar á sviði sjálfbærni, lánveitingar til nýsköpunar og stafvæðingar og menningu og skapandi greinar. „Það er einstaklega ánægjulegt að endurvekja samstarf okkar við Evrópska fjárfestingasjóðinn. Samstarf okkar fyrir um átta árum var grunnurinn að stuðningi Arion við fjölmörg nýsköpunarverkefni, til að mynda á sviði fiskeldis, gagnavera, umhverfisvænna orkugjafa og húðvara. Nú nær samstarfið til enn fleiri sviða með áherslu á nýsköpun og stafvæðingu samfélagsins, menningu og skapandi greinar og sjálfbærni- og umhverfismál. Samstarf okkar og fjárfestingarsjóðsins er mikilvægt og auðveldar okkur að lána til verkefna á þessum sviðum. Það gerir okkur kleift að fjármagna verkefni sem eru komin skemmra á veg en ella og á hagstæðari kjörum, uppfylli þau skilyrði samningsins,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Eykur aðgengi að fjármagni Þegar kemur að fjárfestingum á sviði sjálfbærni geri ábyrgð frá Evrópska fjárfestingasjóðnum Arion kleift að styðja frekar við grænar fjárfestingar, sem stuðli að umhverfisvænna efnahagslífi og fjárfestingar sem stuðli að inngildingu. Sá hluti ábyrgðanna sem sé ætlaður til stuðnings við nýsköpun og stafvæðingu muni auka aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem leggja stund á fjárfrekar rannsóknir, að fjármagni og stuðla almennt að stafvæðingu fyrirtækja hér á landi. Síðast en ekki síst geri samningurinn Arion banka kleift að auka aðgengi kvikmyndageirans hér á landi, sem hafi eflst verulega undanfarin ár, og tengdra greina að lánsfjármagni og þannig stuðla að frekari styrkingu þeirra og aukinni hæfni til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru. Unnu saman fyrst fyrir áratug „Þetta er annað verkefnið sem við komum að á Íslandi eftir að landið gerðist aðili að InvestEU áætluninni og við sjáum fram á að það muni hafa veruleg áhrif. Við unnum fyrst með Arion fyrir um áratug og það er ánægjulegt að geta nýtt áfram styrkleika bankans við að hrinda meginmarkmiði okkar í framkvæmd; að fjármagna þau smáu og meðalstóru fyrirtæki sem mest þurfa á fjármagni að halda. Við erum hluti af Evrópsku fjárfestingarbankasamstæðunni og standa loftlagsmál og sjálfbærni okkur – eins og Arion banka – nærri. Að auki, þá gleður það okkur að saman munum við beina sjónum okkar sérstaklega að íslenskum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýsköpunar og stafvæðingar og menningar og skapandi lista,“ er haft eftir Marjut Falkstedt, forstjóra EIF. Íslensk fyrirtæki og stofnanir mikils metin Á sviði sjálfbærni muni Arion banki horfa til fjármögnunar fjölbreyttra verkefna eins og sjálfbærs landbúnaðar, endurnýjanlegra orkugjafa, skilvirkrar orkunýtingar, hreinna samgangna og mengunarvarna og fráveitustýringar. Þegar kemur að ábyrgðum á sviði stafvæðingar sé gert ráð fyrir að fyrst og fremst verði um að ræða lánveitingar til fyrirtækja í örum vexti og nýsköpunar þegar kemur að ferla- og vöruþróun á sviði fiskveiða og -eldis, raunvísinda og verkfræði og líftækni. „Í um þrjá áratugi hafa íslensk fyrirtæki, háskólar og rannsóknar- og menningarstofnanir tekið þátt í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins. Þau hafa náð góðum árangri og eru mikils metin af alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. Ég hlakka til að fylgjast með hvernig ábyrgðarsamningur EIF og Arion banka sem undirritaður var hér í dag mun hjálpa smáum og meðalstórum á Íslandi sem starfa á sviði umhverfismála, tækni og menningar,“ er haft eftir Clöru Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ábyrgðarsamningurinn nú sé annar ábyrgðarsamningurinn sem Arion banki og EIF gera. Sá fyrri hafi verið gerður árið 2016 og verið hluti af InnovFin ábyrgðum til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Áhersla hafi verið á stuðning við nýsköpun lítilla fyrirtækja í formi lánveitinga, sem hafi numið alls rúmlega sextán milljörðum króna. Arion banki Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Arion banka segir að stuðningi EIF sé ætlað að styðja við þrjú ólík svið hér á landi; fjárfestingar á sviði sjálfbærni, lánveitingar til nýsköpunar og stafvæðingar og menningu og skapandi greinar. „Það er einstaklega ánægjulegt að endurvekja samstarf okkar við Evrópska fjárfestingasjóðinn. Samstarf okkar fyrir um átta árum var grunnurinn að stuðningi Arion við fjölmörg nýsköpunarverkefni, til að mynda á sviði fiskeldis, gagnavera, umhverfisvænna orkugjafa og húðvara. Nú nær samstarfið til enn fleiri sviða með áherslu á nýsköpun og stafvæðingu samfélagsins, menningu og skapandi greinar og sjálfbærni- og umhverfismál. Samstarf okkar og fjárfestingarsjóðsins er mikilvægt og auðveldar okkur að lána til verkefna á þessum sviðum. Það gerir okkur kleift að fjármagna verkefni sem eru komin skemmra á veg en ella og á hagstæðari kjörum, uppfylli þau skilyrði samningsins,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Eykur aðgengi að fjármagni Þegar kemur að fjárfestingum á sviði sjálfbærni geri ábyrgð frá Evrópska fjárfestingasjóðnum Arion kleift að styðja frekar við grænar fjárfestingar, sem stuðli að umhverfisvænna efnahagslífi og fjárfestingar sem stuðli að inngildingu. Sá hluti ábyrgðanna sem sé ætlaður til stuðnings við nýsköpun og stafvæðingu muni auka aðgengi smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem leggja stund á fjárfrekar rannsóknir, að fjármagni og stuðla almennt að stafvæðingu fyrirtækja hér á landi. Síðast en ekki síst geri samningurinn Arion banka kleift að auka aðgengi kvikmyndageirans hér á landi, sem hafi eflst verulega undanfarin ár, og tengdra greina að lánsfjármagni og þannig stuðla að frekari styrkingu þeirra og aukinni hæfni til að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru. Unnu saman fyrst fyrir áratug „Þetta er annað verkefnið sem við komum að á Íslandi eftir að landið gerðist aðili að InvestEU áætluninni og við sjáum fram á að það muni hafa veruleg áhrif. Við unnum fyrst með Arion fyrir um áratug og það er ánægjulegt að geta nýtt áfram styrkleika bankans við að hrinda meginmarkmiði okkar í framkvæmd; að fjármagna þau smáu og meðalstóru fyrirtæki sem mest þurfa á fjármagni að halda. Við erum hluti af Evrópsku fjárfestingarbankasamstæðunni og standa loftlagsmál og sjálfbærni okkur – eins og Arion banka – nærri. Að auki, þá gleður það okkur að saman munum við beina sjónum okkar sérstaklega að íslenskum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýsköpunar og stafvæðingar og menningar og skapandi lista,“ er haft eftir Marjut Falkstedt, forstjóra EIF. Íslensk fyrirtæki og stofnanir mikils metin Á sviði sjálfbærni muni Arion banki horfa til fjármögnunar fjölbreyttra verkefna eins og sjálfbærs landbúnaðar, endurnýjanlegra orkugjafa, skilvirkrar orkunýtingar, hreinna samgangna og mengunarvarna og fráveitustýringar. Þegar kemur að ábyrgðum á sviði stafvæðingar sé gert ráð fyrir að fyrst og fremst verði um að ræða lánveitingar til fyrirtækja í örum vexti og nýsköpunar þegar kemur að ferla- og vöruþróun á sviði fiskveiða og -eldis, raunvísinda og verkfræði og líftækni. „Í um þrjá áratugi hafa íslensk fyrirtæki, háskólar og rannsóknar- og menningarstofnanir tekið þátt í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins. Þau hafa náð góðum árangri og eru mikils metin af alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. Ég hlakka til að fylgjast með hvernig ábyrgðarsamningur EIF og Arion banka sem undirritaður var hér í dag mun hjálpa smáum og meðalstórum á Íslandi sem starfa á sviði umhverfismála, tækni og menningar,“ er haft eftir Clöru Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Ábyrgðarsamningurinn nú sé annar ábyrgðarsamningurinn sem Arion banki og EIF gera. Sá fyrri hafi verið gerður árið 2016 og verið hluti af InnovFin ábyrgðum til smárra og meðalstórra fyrirtækja. Áhersla hafi verið á stuðning við nýsköpun lítilla fyrirtækja í formi lánveitinga, sem hafi numið alls rúmlega sextán milljörðum króna.
Arion banki Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira