Innlent

Tug­milljóna þýfi úr Elko enn ófundið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem segir að viðskiptabankarnir hafi farið heldur bratt í vaxtahækkanir á verðtryggðum íbúðalánum. 

Hann gagnrýnir einnig þá sem segja að ekki sé nægilega mikið byggt á landinu, enn sé verið að lána kröftuglega til íbúðabygginga.

Einnig segjum við frá bíræfnum ránum í Elko þar sem þýfi fyrir margar milljónir er enn ófundið.

Að auki könnum við hug hinna ríkisstjórnarflokkanna til þeirrar hugmyndar um að kjósa til Alþingis strax næsta vor, eins og Svandís Svavarsdóttir hefur talað fyrir.

Og í sportinu verður farið yfir leikina í Bestu deild karla sem framundan eru í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 25. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×