Það á ekki að vera dekur að geta sótt sér sálfræðiþjónustu Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 25. september 2024 11:30 Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun