Innlent

Lög­reglu­þjónn frá Hong Kong lést við Fossá á Skaga

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð nærri Skagaströnd.
Slysið varð nærri Skagaströnd. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær var lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist í slysinu, er einnig lögregluþjónn. 

Maðurinn lést þegar bifreið sem hann ók hafnaði utan vegar við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í gær. Eiginkona mannsins var flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Kínverski áskriftarmiðillinn South China morning post greinir frá því að maðurinn hafi verið lögregluþjónn frá Hong Kong. Haft er eftir heimildum að maðurinn og eiginkona hans hafi leigt sér bíl til þess að ferðast um landið.

Hlaut ekki stórfellda áverka

Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Vísi að ekki sé tímabært að greina frá þjóðerni fólksins.

Þá segir hann að ástand konunnar sé stöðugt og hún hafi ekki hlotið stórfellda líkamlega áverka.

Rannsókn málsins haldi áfram hjá lögreglu samhliða rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Að svo stöddu bendi ekkert til annars en að ökumaðurinn hafi einfaldlega misst bílinn út af veginum.

Fréttin var uppfærð eftir að rætt var við Birgi.


Tengdar fréttir

Banaslys við Fossá

Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Tveir í bílnum sem ók út af

Tveir voru í ökutæki sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og hefur rannsóknarnefnd samgönguslysa verið kölluð til. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×