Unglegt lið mætti til leiks fyrir hönd Villa í kvöld og fengu margir tækifæri til að sanna sig sem hafa fengið þau af skornum skammti að undanförnu.
Þar á meðal var Argentínumaðurinn Emiliano Buendía, sem er nýbúinn að jafna sig eftir langvinn hnémeiðsli.
Hann skoraði kom gestunum frá Birmingham yfir á 55. mínútu leiksins. Kólumbíumaðurinn Jhon Durán fékk fágætt tækifæri í byrjunarliðinu, en sá virðist vart geta stigið fæti á fótboltavöll þessa dagana án þess að skora.
Hann skoraði af vítapunktinum á 85. mínútu og sýndi að hann getur einnig skorað án þess að koma af bekknum.
Richard Kone skoraði fyrir Wycombe á fimmtu mínútu uppbótartíma sem hafði engin áhrif á sigur Villa. 2-1 niðurstaðan og Aston Villa komið í fjórðu umferð.