Íslenski skorturinn Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. september 2024 14:31 Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun