Bjarkey ekki undir feldi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 11:29 Bjarkey Olsen styður Svandísi heilshugar. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24
Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24