„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 06:57 Selenskí hefur meðal annars heimsótt vopnaverksmiðjur í Bandaríkjunum. AP/Bandaríkjaher „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira