Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Lovísa Arnardóttir skrifar 23. september 2024 18:24 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. Landsfundi flokksins var flýtt í vor þegar fyrrverandi formaður, Katrín Jakobsdóttir, sagði af sér til þess að bjóða sig fram sem forseta. Jódís segir í tilkynningu sem hún birti á Facebook-síðu sinni að hún hafi upphaflega gengið til liðs við flokkinn í baráttu gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Það hafi margar góðar ákvarðanir verið teknar á síðasta kjörtímabili en á sama tíma hafi flokkurinn miðlað of mikið málum í núverandi ríkisstjórn á kostnað grunnstoða flokksins. „Ég tel að VG hafi náð mörgum góðum málum í gegnum þetta ríkisstjórnarsamstarf en ég tel líka að við höfum gert of margar og afdrifaríkar málamiðlanir þar sem grunnstoðir VG hafa beðið hnekki. Kjósendur VG virðast sömu skoðunar en fylgi hreyfingarinnar mælist nú sögulega lágt,“ segir Jódís og að stefna flokksins standi fyrir sínu. Það sé hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. „Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landsfundi flokksins var flýtt í vor þegar fyrrverandi formaður, Katrín Jakobsdóttir, sagði af sér til þess að bjóða sig fram sem forseta. Jódís segir í tilkynningu sem hún birti á Facebook-síðu sinni að hún hafi upphaflega gengið til liðs við flokkinn í baráttu gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Það hafi margar góðar ákvarðanir verið teknar á síðasta kjörtímabili en á sama tíma hafi flokkurinn miðlað of mikið málum í núverandi ríkisstjórn á kostnað grunnstoða flokksins. „Ég tel að VG hafi náð mörgum góðum málum í gegnum þetta ríkisstjórnarsamstarf en ég tel líka að við höfum gert of margar og afdrifaríkar málamiðlanir þar sem grunnstoðir VG hafa beðið hnekki. Kjósendur VG virðast sömu skoðunar en fylgi hreyfingarinnar mælist nú sögulega lágt,“ segir Jódís og að stefna flokksins standi fyrir sínu. Það sé hlutverk kjörinna fulltrúa að framfylgja henni. „Ég vonast eftir stuðningi í embætti varaformanns og hljóti ég brautargengi mun ég leggja ríka áherslu á innra starf VG. Við ætlum okkur að fara í ræturnar og þær liggja hjá félögum okkar um allt land og þeim viðfangsefnum sem við blasa, jafnt í nærsamfélaginu sem á alþjóðavettvangi.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira