Fólk flýr Beirút undan mannskæðum árásum Ísraela Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 23. september 2024 11:42 Reykur stígur upp frá þorpi í Nabatiyeh-héraði í sunnanverðu Líbanon eftri loftárás Ísraela í morgun. AP/Hussein Malla Hundrað eru sagðir fallnir og hundruð særðir í hörðum árásum Ísraelshers á Líbanon. Ísraelsher hefur sagt íbúum í Suður-Líbanon að forða sér búi þeir nærri athafnasvæðum Hezbollah-samtakanna. Fólksflótti er skollinn á frá höfuðborginni Beirút. Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Ísraelar segja að aukinn kraftur hafi verið settur í árásir á Hezbollah til að fyrirbyggja yfirvofandi árás á Ísrael. Skotið var á þrjú hundruð skotmörk í Líbanon í dag. Nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah voru á meðal um fjörutíu og fimm manns sem féllu í árásum Ísraela á nágrannaríkið á föstudag. Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina. Heilbrigðisráðuneyti Líbanons segir að minnsta kosti hundrað látna í árásum Ísraela sem hófust í nótt. Fleiri en fjögur hundruð séu sárir til viðbótar. Sjúkrahúsum í sunnanverðu landinu var sagt að fresta öllum valkvæðum aðgerðum og búa sig undir að taka á móti særðu fólki í morgun. Skólum hefur verið lokað þar. Séu tölur ráðuneytisins réttar er þetta mesta mannfall á einum degi frá því að átök hófust á milli Hezbollah og Ísraelshers í kjölfar árásar Hamas á Ísrael í október í fyrra, að sögn AP-fréttastofunnar. Um 600 manns hafa fallið í Líbanon í þeim átökum, þar á meðal um hundrað óbreyttir borgarar. Hezbollah samtökin segjast hafa svarað árásum Ísraela með eldflaugaskothríð á norðurhluta Ísraels þar sem skotmörkin hafi verið herstöðvar og vöruhús á vegum hersins. Einn er sagður hafa slasast lítillega í þeim árásum en margar flauganna voru skotnar niður af loftvarnarkerfi Ísraela. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að þung umferð sé nú í Beirút þar sem borgarbúar reyni að komast undan eftir að Ísraelar sendu út skilaboð um að íbúar tiltekinna hverfa ættu að hafa sig á brott. Líbönum hefur verið sagt að halda sig fjarri athafnasvæðum Hezbollah. BBC segir að Hamra-hverfið í Beirút, þar sem íbúar hafa fengið viðvaranir um rýmingu, sé ekki þekkt sem vígi Hezbollah. Átökin á milli Ísraela og Hezbollah stigmögnuðust á þriðjudag þegar umdeildar sprengjuárásir sem beindust að liðsmönnum samtakanna voru gerðar. Fjarstýrðar sprengjur í símaboðum og talstöðvum Hezbollah-liða sprungu þá.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira