Ég er ekki alki Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 23. september 2024 10:31 Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það er til fullt af fólki sem drekkur meira en ég. Fullyrðingin er sönn í þetta skiptið. Það er líka til fólk sem er miklu dónalegra en ég, fólk sem er gráðugra en ég, þunglyndara og kvíðnara en ég, frekari en ég. En hvað á ég að gera í því og er ég þá bara stikkfrí? Sannleikurinn er sá að ég er alltaf að reyna að bæta mig, fer til sálfræðings af og til, hlusta á vini mína þegar þeim sárnar eitthvað sem ég sagði, sleppti stundum áfengi í nokkra daga þegar ég hafði verið dálítið kærulaus í sumar (sérstaklega þar sem ég get ekki kennt hitanum um það). Umræður um loftslagsmál og Ísland í alþjóðasamhengi hafa oft þetta yfirbragð mannsins í laginu “ég er ekki alki” sem fullyrðir að hann sé nú ekki einn af þeim sem beitir hnefum eða keyrir fullur og því sé hann augljóslega ekki alki. Kína, Bandaríkin og aðrar stórþjóðir bera vissulega mikla ábyrgð á losun á heimsvísu en Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og Ísland er bæði enn háð jarðefnaeldsneyti sem og stuðlar að mikilli losun frá öðrum þáttum, og þá sérstaklega frá landi. Á Íslandi stöndum við okkur mjög illa í loftslagsmálum og losun á mann er með því hæsta í heimi, þrátt fyrir að við höfum innleitt hitaveituna. Þá skiptir engu máli hvort Kína eða Indland standi sig betur eða verr en við. Losun okkar er staðreynd. Við höfum gefið loforð um að draga úr losun okkar á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og við viljum vera þannig þjóð að hægt sé að stóla á okkur og við stöndum við það sem við segjumst ætla að gera, látum ekki öll hin vinna erfiðisvinnuna. Til hvers? En hver segir að það sé mikilvægt að standa við gefin loforð frá því í París 2015? Örlað hefur á því að pólitíkusar haldi því fram að þetta sé einhver sérstök pólitísk stefna. En loftslagsmál eru hvorki vinstri né hægri, frjálslyndi né íhald. Þau eru staðreynd. Og þær sviðsmyndir sem dregnar eru upp eru dregnar upp af vísindamönnum - ekki stjórnmálamönnum. IPCC er alþjóðleg vísindanefnd sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þótt vísindin séu ekki fullkomlega sannspá alltaf þá getum við treyst þeim til þess að meta skekkjuna og segja satt og rétt frá. Alveg eins og við getum treyst vísindamönnum til þess að spá fyrir veðrinu eða greina möguleika á eldgosum, þá getum við treyst svo fjölmennri vísindanefnd til þess að spá fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Á Íslandi er líka sérstök vísindanefnd sem mælir og spáir fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi og skoða má afrakstur vinnu þeirra á https://www.loftslagsbreytingar.is/. Appelsínugul viðvörun kallar á aðgerðir En líkt og þegar gefin er út appelsínugul viðvörun þá megum við ekki bara setja eyrnatappana í eyrun og hunsa spána, eða þá leggjast í gólfið í volæði yfir því að trampolínið muni fjúka. Við förum í aðgerðir til þess að bregðast við. Tökum garðhúsgögnin og trampolínið inn og frestum því kannski að fara í útilegu. Og ef við gætum haft áhrif á veðrið, myndum við þá ekki reyna það líka? Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar