Engar frekari upplýsingar er að finna um málið í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Tveir gistu fangaklefa í morgun og 50 mál voru bókuð í kerfi lögreglu frá því klukkan 17 í gær til 5 í morgun.
Lögregla var einnig kölluð til vegna líkamsárásar í heimahúsi og er það mál í rannsókn. Þá var látið vita af eignaspjöllum fyrir utan skóla, þar sem kveikt var í reiðhjóli. Einn var stöðvaður á 137 km/klst þar sem hámarkshraði var 70 km/klst.