Brynjar vill herða upp á mannréttindahugtakinu Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2024 17:02 Brynjar segir tilboð þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um setu í stjórn Mannréttindastofnunar ekki tengjast því að hann segir nú af sér varaþingmennsku. Hann þurfi einfaldlega að finna sér eitthvað að gera. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, gangi allt eftir. Þetta tvennt tengist þó ekki. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira