„Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 15:51 Þórður Snær Júlíussson ritstýrði Kjarnanum og svo Heimildinni, þar til í sumar. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri, hyggur á útgáfu fréttabréfsins Kjarnyrt, hvers útgáfa hefst á morgun. Hann segist með þessu ekki vera að snúa aftur á vettvang fjölmiðlanna, en gefur lítið upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
„Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent