Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 10:30 Theodór hvetur foreldra til að eyða meiri tíma með börnunum sínum. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“ Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“
Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira