Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 15:12 Elíasi Gíslasyni fannst hvimleitt að þurfa að fletta í gegnum fjölda síðna til þess að leita að lausum rástímum í golf. Hann bjó því til síðu þar sem hægt er að sjá stöðuna í fjölda klúbba á einum og sama staðnum. Vísir Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni. Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni.
Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira