Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 13:57 Starfsmenn Porcelain Fortress í starfsmannaferð til Gloucester, Massachusetts. Porcelain Fortress Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á bak við fjárfestinguna séu Behold Ventures, Brunnur og Crowberry Capital. Porcelain Fortress hafi áður gefið út tölvuleikinn No Time to Relax sem selst hafi í um 350 þúsund eintökum. Söluhæsti mánuður leiksins hafi í ágúst á þessu ári, fimm árum eftir að leikurinn kom á markað. Leikurinn hafi verið þýddur á tíu tungumálum, þar á meðal íslensku. Nýr forstjóri meðal tíu nýráðinna Samhliða auknu fjármagni hafi teymi Porcelain Fortress stækkað til muna á árinu, úr fjórum starfsgildum í fjórtán. Meðal stöðugilda sem ráðið hafi verið í sé nýr forstjóri, listrænn stjórnandi, forritarar, leikjahönnuður, og textasmiður. Þrátt fyrir að enn sé margt á huldu um nýjasta verkefni Porcelain Fortress sé Ingólfur Ævarsson, forstjóri fyrirtækisins, spenntur fyrir næstu mánuðum. Ingólfur, sem hafi hafið störf hjá fyrirtækinu fyrr á árinu, sé leikjabransanum vel kunnur, enda búi hann yfir sextán ára reynslu hjá CCP og 1939 Games. „Teymið okkar sannaði það með útgáfu No Time to Relax að við getum skapað skemmtilega leiki uppfulla af spennandi og hlægilegum augnablikum. Það voru þessi augnablik sem vöktu athygli áhrifavalda og tölvuleikjastreymara sem eru lykillinn að því að koma leikjum á borð við þennan á framfæri á markaðnum í dag,“ er haft eftir honum. Byr í segl fyrirtækisins Stefna Porcelain Fortress hafi frá upphafi verið að framleiða sígilda leiki með nútímatækni og haft er eftir Ingólfi að fjárfestingin sé mikilæ byr í segl fyrirtækisins til að halda því áfram. „Fyrri leikur okkar hefur nú þegar fengið tugmilljón áhorf á streymisveitum og verða samfélagsmiðlar hornsteinn í framleiðslu á nýja leiknum okkar. Þá hefur fyrirtækið verið styrkt af Tækniþróunarsjóði allt frá stofnun til dagsins í dag og ef ekki væri fyrir þann stuðning væri fyrirtækið ekki að fagna þessum áfanga.“ Spennandi tækifæri á markaði Í stjórn Porcelain Fortress sitji Brynjólfur Erlingsson hjá Behold Ventures, Sigurður Arnljótsson hjá Brunnur Ventures, Helga Valfells hjá Crowberry Capital, og Guðrún Helga Brynleifsdóttir. „Porcelain Fortress hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og hefur ástríða teymisins fyrir því sem það vinnur að heillað okkur. Fyrsti leikurinn þeirra skilar enn töluverðum tekjum og sjáum við spennandi tækifæri á markaðnum sem þau sækja á,“ er haft eftir Sigurði. Búast megi við frekari upplýsingum um nýjasta verkefni Porcelain Fortress á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira