Ráðist í aðgerðir gegn samskiptaþjónustu sem glæpamenn notuðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2024 09:32 Lögregla lagði hald á vopn, fíkniefni og fjármuni í aðgerðum sínum. Europol Lögregluyfirvöld á Íslandi áttu aðkomu að aðgerðum á dögunum sem miðuðu að því að taka niður dulkóðaðan samskiptamiðil sem notaður var til skipulagðrar glæpastarfsemi. Samkvæmt frétt á vef European Union Agency for Criminal Justice Cooperation var 51 handtekinn í samræmdum aðgerðum víða um heim, þar af 38 í Ástralíu, ellefu á Írlandi, einn á Ítalíu og einn í Kanada. Það voru yfirvöld á Frakklandi sem hófu rannsókn á málinu en samskiptaþjónustan var hýst á vefþjónum í Frakklandi og á Íslandi. Sérfræðingar frá Europol ferðuðust til Íslands, Írlands og Ástralíu til samráðs á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Samkvæmt tilkynningu frá Europol var samkskiptaþjónustan, kölluð Ghost, notið til að skipuleggja sölu og dreifingu fíkniefna, peningaþvætti, ofbeldisverk og önnur brot. Glæpasamtök voru sögð nýta sér þjónustuna, þar sem notendur gátu keypt aðgang án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar og öll samskipti voru vandlega dulkóðuð. Þá var hægt að senda skilaboð í síma með ákveðnum kóða til að eyðileggja öll gögn á viðkomandi símtæki. Þjónustan er sögð hafa verið til sölu í mörgum ríkjum og notendurnir telja þúsundir. Talið er að um þúsund skilaboð hafi verið send í gegnum þjónustuna daglega. Eigendur samskiptamiðilsins eru sagðir hafa verið staðsettir í Ástralíu en fjárhagslegar eignir í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar í Ástralíu miðuðu einnig að því að taka niður fíkniefnaframleiðslu og þá var lagt hald á vopn, fíkniefni og fjármuni. Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Samkvæmt frétt á vef European Union Agency for Criminal Justice Cooperation var 51 handtekinn í samræmdum aðgerðum víða um heim, þar af 38 í Ástralíu, ellefu á Írlandi, einn á Ítalíu og einn í Kanada. Það voru yfirvöld á Frakklandi sem hófu rannsókn á málinu en samskiptaþjónustan var hýst á vefþjónum í Frakklandi og á Íslandi. Sérfræðingar frá Europol ferðuðust til Íslands, Írlands og Ástralíu til samráðs á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Samkvæmt tilkynningu frá Europol var samkskiptaþjónustan, kölluð Ghost, notið til að skipuleggja sölu og dreifingu fíkniefna, peningaþvætti, ofbeldisverk og önnur brot. Glæpasamtök voru sögð nýta sér þjónustuna, þar sem notendur gátu keypt aðgang án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar og öll samskipti voru vandlega dulkóðuð. Þá var hægt að senda skilaboð í síma með ákveðnum kóða til að eyðileggja öll gögn á viðkomandi símtæki. Þjónustan er sögð hafa verið til sölu í mörgum ríkjum og notendurnir telja þúsundir. Talið er að um þúsund skilaboð hafi verið send í gegnum þjónustuna daglega. Eigendur samskiptamiðilsins eru sagðir hafa verið staðsettir í Ástralíu en fjárhagslegar eignir í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar í Ástralíu miðuðu einnig að því að taka niður fíkniefnaframleiðslu og þá var lagt hald á vopn, fíkniefni og fjármuni.
Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira