Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2024 20:44 United-menn fagna einu af mörgum mörkum sínum. Stu Forster/Getty Images Manchester United fór létt með C-deildarliðið Barnsley og vann 7-0 á Old Trafford í þriðju umferð enska deildarbikarsins. Sigurinn var aldrei í hættu fyrir heimamenn og gestirnir áttu ekki skot á mark. Marcus Rashford skoraði opnunarmarkið, Antony bætti svo við af vítapunktinum og Alejandro Garnacho kom þeim í 3-0 rétt fyrir hálfleik. Einstaklega erfiður dagur á skrifstofunni hjá Altay Bayandir.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Snemma í seinni hálfleik setti Garnacho annað mark og lagði síðan það fimmta upp á Marcus Rashford. Sjötta markið kom seint, á 80. mínútu, og var smíði Bruno Fernandes en Christian Eriksen rak smiðshöggið. Eriksen fylgdi því svo eftir og skoraði sjöunda markið skömmu síðar. United-menn létu þar við sitja, sáttir með 7-0 sigur og halda áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins. Kátt á hjalla hjá miðjumönnum United.Stu Forster/Getty Images Enski boltinn
Manchester United fór létt með C-deildarliðið Barnsley og vann 7-0 á Old Trafford í þriðju umferð enska deildarbikarsins. Sigurinn var aldrei í hættu fyrir heimamenn og gestirnir áttu ekki skot á mark. Marcus Rashford skoraði opnunarmarkið, Antony bætti svo við af vítapunktinum og Alejandro Garnacho kom þeim í 3-0 rétt fyrir hálfleik. Einstaklega erfiður dagur á skrifstofunni hjá Altay Bayandir.Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Snemma í seinni hálfleik setti Garnacho annað mark og lagði síðan það fimmta upp á Marcus Rashford. Sjötta markið kom seint, á 80. mínútu, og var smíði Bruno Fernandes en Christian Eriksen rak smiðshöggið. Eriksen fylgdi því svo eftir og skoraði sjöunda markið skömmu síðar. United-menn létu þar við sitja, sáttir með 7-0 sigur og halda áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins. Kátt á hjalla hjá miðjumönnum United.Stu Forster/Getty Images
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti