Rodri hótar verkfalli ef ekkert lagast Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2024 17:02 Rodri segir leikmenn ekki geta sýnt sínar bestu hliðar þurfi þeir að spila sextíu leiki á ári. Getty/Carl Recine Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir. City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Sjá meira
City tekur á móti Inter annað kvöld í Meistaradeild Evrópu og á svo stórleikinn við Arsenal á sunnudaginn. Tveimur dögum síðar er svo leikur við Watford í enska deildabikarnum og þannig mætti áfram telja. Englandsmeistararnir spila líkt og önnur lið að lágmarki tveimur leikjum meira fram að 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni í ár, vegna breytinganna á fyrirkomulaginu þar, og þá fjölgar leikjum hjá liðinu einnig vegna stækkunar HM félagsliða. Rodri er svo landsliðsmaður Spánar sem fór alla leið í úrslit og varð Evrópumeistari í Þýskalandi í sumar. „Ég held að við séum nálægt því,“ svaraði Rodri þegar hann var spurður hvort að leikmenn gætu verið á leið í verkfall vegna fjölgunar leikja. „Það er skiljanlegt og þið getið spurt hvaða leikmann sem er, hann myndi segja það sama. Ef þetta heldur svona áfram þá höfum við engan annan kost, en við skulum sjá til,“ sagði Rodri. Rodri says players are close to going on strike.This would be in protest at an increase in games ⬇️ pic.twitter.com/p3onACJF7F— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2024 Á síðustu tveimur leiktíðum hefur City spilað alls 120 leiki ef allt er talið. Samt fjölgar leikjum í ár og við bætast svo landsleikir eins og fyrr segir. Álagið er einfaldlega of mikið, að mati miðjumannsins magnaða: „Reynslan segir mér að 60-70 leikir er of mikið. Ég held að á milli 40-50 leikir sé passlegt svo að leikmenn geti verið upp á sitt besta. Annars mun það bitna á leik þeirra,“ sagði Rodri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Sjá meira