Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 12:07 Lúxussnekkja rússnesks ólígarka í höfn í Antibes á Bláströndinni árið 2016. Þrátt fyrir refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa rússneskir auðkýfingar getað haldið áfram að lifa áhyggjulausu lífi þar. Vísir/EPA Rússneskir auðkýfingar njóta enn ljúfa lífsins á Frönsku rívíerunni þrátt fyrir að refsiaðgerðir gegn þeim vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Fyrrverandi saksóknari segir heimamenn spillta af fégræðgi. Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico. Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38