Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 12:07 Lúxussnekkja rússnesks ólígarka í höfn í Antibes á Bláströndinni árið 2016. Þrátt fyrir refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafa rússneskir auðkýfingar getað haldið áfram að lifa áhyggjulausu lífi þar. Vísir/EPA Rússneskir auðkýfingar njóta enn ljúfa lífsins á Frönsku rívíerunni þrátt fyrir að refsiaðgerðir gegn þeim vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Fyrrverandi saksóknari segir heimamenn spillta af fégræðgi. Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico. Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Meirihluti þeirra um fimmtíu eigna sem frönsk stjórnvöld hafa fryst á grundvelli refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum vegna stríðsins eru á Bláströndinni í Suðaustur-Frakklandi. Með refsiaðgerðunum hafa lúxussetur og snekkjur verið haldlagðar og bankareikningar frystir. Þrátt fyrir það halda velmegandi Rússar áfram að streyma til Blástrandarinnar, að sögn evrópsku útgáfu dagblaðsins Politico. Hótelstjórnendur, vertar og eigendur snekkjuleiga staðfesti að Rússarnir eigi auðvelt með að viðhalda íburðarmiklum lífsstíl sínum og forðast afleiðingar stríðsreksturs eigin stjórnvalda. Éric de Montgolfier, fyrrverandi saksóknari í Nice, segir heimamenn taka peningum Rússanna fagnandi og látist ekki vita hvaðan þeir komi. Hann telur svæðið mengað af spillingu á öllum stigum. „Allir vita að það er engin lykt af peningum þannig að svo lengi sem Rússarnir hafa vit á að láta lítið fyrir sér fara þá hafa þeir ekkert að óttast á rívíerunni,“ segir de Montgolfier. Sem dæmi um þetta leiddi úttekt franskra yfirvalda í ljós í fyrra að sextíu prósent fasteignasala á Bláströndinni færu ekki að tilmælum þeirra um að kanna hvort að viðskiptavinir þeirra væru á refsilista Evrópusambandsins. Erfitt að framfylgja refsiaðgerðum Það sem flækir málið er að fjöldi auðugra Rússa er með vegabréf frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Kýpur og Möltu sem hafa tekið þeim fagnandi í gegnum tíðina. Þannig eiga þeir auðveldara með að ferðast í gegnum álfuna. Þá eiga yfirvöld oft erfitt með að staðfesta hver stendur í raun að baki félögum og sjóðum sem eiga fasteignir á svæðinu. Rannsóknardómari sem Politico ræddi við sagði að oft væri eina leiðin til að komast að því að gera húsleit. Jafnvel þó að yfirvöld hafi lagt hald á lúxusvillur bannar það eigendum þeirra ekki að viðhalda þeim eða bjóða þangað gestum, aðeins að selja eignirnar. Niðurstaða almenna dómstóls Evrópusambandsins í vor um að rangt hefði verið að beita tvo rússneska ólígarka refsiaðgerðum vegna innrásarinnar hefur einnig torveldað yfirvöldum að framfylgja þeim. Áætlað er að um þrjátíu þúsund rússneskumælandi einstaklingar búi í Villefranche, Antibes, Cannes, St. Trópez og Mónakó. Þeir eru svo fjölmennir að verslunin Moskvumarkaðurinn, sem selur vodka, rússneskar vörur og jafnvel ísskápssegla með myndum af Vladímír Pútín í Antibes, hefur fært út kvíarnar og opnað nýja verslun í Cannes. Moskvumarkaðurinn virðist þó gera meira en að selja varning sem minnir Rússa á heimahagana. Hann auglýsir meðal annars þjónustu við fasteignakaup í Frakklandi og skipulagningu á leigu á íbúðum og sveitasetrum í Frakklandi og Mónakó. Eigandi hans vildi ekki ræða við blaðamenn Politico.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. 23. ágúst 2022 21:38