Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 11:31 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Stjórnendur Landsbankans hafa ekki tekið ákvörðun um að feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna tveggja og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18
Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39