Yazan vakinn á sjúkrabeði og á leið úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 00:42 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Ellefu ára gamall fjölfatlaður drengur frá Palestínu var vakinn á sjúkrabeði sínu í Rjóðrinu seint í kvöld af lögreglu. Til stendur að fljúga með hann úr landi í fyrramálið ásamt fjölskyldu hans. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi sótt Yazan Tamimi, ellefu ára dreng með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóm, í Rjóðrið á Landspítalanum þar sem drengurinn hefur legið undanfarnar vikur. Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingardeild Landspítalans. Fréttastofa hefur fengið fullyrðingar Alberts um yfirvofandi brottflutning Yazans staðfestan. Samkvæmt heimildum fréttastofu er flug fyrirhugað frá Íslandi til Spánar í fyrramálið. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. „Grimmdarverk í skjóli nætur“ Albert Björn fékk símtal um miðnætti frá réttargæslumanni fatlaðs fólks sem hafði fengið þær upplýsingar að Yazan hefði verið vakinn í rúmi sínu í Rjóðrinu. „Lögregla hafði sótt Yazan upp í Rjóður þar sem hann lá sofandi í sjúkrarúmi. Það er búið að slökkva á öllum farsímum fjölskyldunnar. Þetta er grimmdarverk lögreglu í skjóli nætur,“ segir Albert Björn. „Ég hef haft samband við lögreglu bæði fyrir hönd fjölskyldunnar sem lögmaður og réttargæslunnar. Við eigum rétt að aðkomu að svona málum,“ segir Albert Björn. Lögregla hafi hafnað að veita nokkrar upplýsingar og ekki einu sinni staðfest að Yazan hafi verið færður úr Rjóðrinu. „Þau benda á að ég eigi að hringja á opnunartíma í Ríkislögreglustjóra,“ segir Albert. Honum blöskrar vinnubrögð lögreglu. Hefur miklar áhyggjur Albert segir ljóst að lögregla vilji geta unnið sína vinnu í næði og án þess að nokkur fái hönd við reist. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af fjölskyldunni og þeim aðbúnaði sem þau fá bæði í flutningnum og á Spáni,“ segir Albert Björn. „Svona aðgerð er engan vegin líkleg til að vera til hagsbóta fyrir langveikt ellefu ára gamalt barn,“ segir Albert Björn. Nöturlegt ef Barnasáttmálinn gripi ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í júlí að barnamálaráðuneytið hefði engar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og því síður heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ sagði Ásmundur Einar. Það þyrfti að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ sagði Ásmundur. Samstöðufundur fyrir tveimur vikum Samstöðufundur fyrir Yazan fór fram á Austurvelli þann 28. ágúst síðastliðinn. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri sagði útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ sagði Sólveig. „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur sagði almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Þá hafa samtökin No borders skorað á íslensk flugfélög að hafna því að fljúga Yazan úr landi. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ sagði í yfirlýsingu No borders á dögunum. Halda út á Keflavíkurflugvöll Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og María Lilja Þrastardóttir Kemp eru á meðal íslenskra kvenna sem komu að flutningi fólks frá Palestínu til Íslands snemma á þessu ári. Fólkið var með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bergþóra er meðal þeirra sem hafa greint frá brottflutningnum á samfélagsmiðlum í kvöld. Þær hafa talað máli Yazan líkt og fleiri og vakið athygli á yfirvofandi brottflutningi á samfélagsmiðlum undanfarna klukkustund. No borders hafa stofnað viðburðinn Mótmælum á Keflavíkurflugvelli á Facebook þar sem fólk er hvatt til að fjölmenna á Keflavíkurflugvöll og mótmæla brottvísuninni. „Lögreglan hefur tekið Yazan Tamimi af Barnaspítalanum og ætlar sér að brottvísa honum í nótt! Mætum öll upp á Keflavíkurflugvöll og grípur til aðgerða gegn ódæðisverki lögreglu og stjórnvalda!“ María Lilja segist í samtali við fréttastofu vera á leiðinni út á flugvöll ásamt fjölda fólks. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. 28. ágúst 2024 11:44 Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. 22. ágúst 2024 12:51 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi sótt Yazan Tamimi, ellefu ára dreng með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóm, í Rjóðrið á Landspítalanum þar sem drengurinn hefur legið undanfarnar vikur. Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingardeild Landspítalans. Fréttastofa hefur fengið fullyrðingar Alberts um yfirvofandi brottflutning Yazans staðfestan. Samkvæmt heimildum fréttastofu er flug fyrirhugað frá Íslandi til Spánar í fyrramálið. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. „Grimmdarverk í skjóli nætur“ Albert Björn fékk símtal um miðnætti frá réttargæslumanni fatlaðs fólks sem hafði fengið þær upplýsingar að Yazan hefði verið vakinn í rúmi sínu í Rjóðrinu. „Lögregla hafði sótt Yazan upp í Rjóður þar sem hann lá sofandi í sjúkrarúmi. Það er búið að slökkva á öllum farsímum fjölskyldunnar. Þetta er grimmdarverk lögreglu í skjóli nætur,“ segir Albert Björn. „Ég hef haft samband við lögreglu bæði fyrir hönd fjölskyldunnar sem lögmaður og réttargæslunnar. Við eigum rétt að aðkomu að svona málum,“ segir Albert Björn. Lögregla hafi hafnað að veita nokkrar upplýsingar og ekki einu sinni staðfest að Yazan hafi verið færður úr Rjóðrinu. „Þau benda á að ég eigi að hringja á opnunartíma í Ríkislögreglustjóra,“ segir Albert. Honum blöskrar vinnubrögð lögreglu. Hefur miklar áhyggjur Albert segir ljóst að lögregla vilji geta unnið sína vinnu í næði og án þess að nokkur fái hönd við reist. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af fjölskyldunni og þeim aðbúnaði sem þau fá bæði í flutningnum og á Spáni,“ segir Albert Björn. „Svona aðgerð er engan vegin líkleg til að vera til hagsbóta fyrir langveikt ellefu ára gamalt barn,“ segir Albert Björn. Nöturlegt ef Barnasáttmálinn gripi ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í júlí að barnamálaráðuneytið hefði engar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og því síður heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ sagði Ásmundur Einar. Það þyrfti að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ sagði Ásmundur. Samstöðufundur fyrir tveimur vikum Samstöðufundur fyrir Yazan fór fram á Austurvelli þann 28. ágúst síðastliðinn. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri sagði útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ sagði Sólveig. „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur sagði almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Þá hafa samtökin No borders skorað á íslensk flugfélög að hafna því að fljúga Yazan úr landi. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ sagði í yfirlýsingu No borders á dögunum. Halda út á Keflavíkurflugvöll Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og María Lilja Þrastardóttir Kemp eru á meðal íslenskra kvenna sem komu að flutningi fólks frá Palestínu til Íslands snemma á þessu ári. Fólkið var með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bergþóra er meðal þeirra sem hafa greint frá brottflutningnum á samfélagsmiðlum í kvöld. Þær hafa talað máli Yazan líkt og fleiri og vakið athygli á yfirvofandi brottflutningi á samfélagsmiðlum undanfarna klukkustund. No borders hafa stofnað viðburðinn Mótmælum á Keflavíkurflugvelli á Facebook þar sem fólk er hvatt til að fjölmenna á Keflavíkurflugvöll og mótmæla brottvísuninni. „Lögreglan hefur tekið Yazan Tamimi af Barnaspítalanum og ætlar sér að brottvísa honum í nótt! Mætum öll upp á Keflavíkurflugvöll og grípur til aðgerða gegn ódæðisverki lögreglu og stjórnvalda!“ María Lilja segist í samtali við fréttastofu vera á leiðinni út á flugvöll ásamt fjölda fólks. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. 28. ágúst 2024 11:44 Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. 22. ágúst 2024 12:51 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. 28. ágúst 2024 11:44
Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. 22. ágúst 2024 12:51
Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent