Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 17:29 Nicolás Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að fjölmiðlum og frjálsum skoðanaskiptum í landinu. Getty/Jesus Vargas Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela. Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela.
Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57