Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 17:29 Nicolás Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að fjölmiðlum og frjálsum skoðanaskiptum í landinu. Getty/Jesus Vargas Bandaríkjastjórn hafnar ásökunum stjórnvalda í Venesúela um að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi reynt að myrða Nicolás Maduro forseta og aðra háttsetta embættismenn. Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela. Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Þrír bandarískir ríkisborgarar, tveir Spánverjar og einn tékkneskur ríkisborgari hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að ógna stöðugleika í landinu, að sögn Diosdado Cabello, innanríkisráðherra Venesúela. Hann hefur kallað fangana „málaliða“ og fullyrt að CIA hafi „stjórnað aðgerðinni.“ Jafnframt hafi verið lagt hald á hundruð vopna. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Bandaríkin hafna þessu staðfastlega en ásakanirnar koma fram eftir að stjórnvöld í Washington gripu til refsiaðgerða gagnvart sextán háttsettum embættismönnum með tengsl við Maduro forseta. Hann lýsti yfir sigri í þarlendum forsetakosningum í júlí en Bandaríkin hafa, auk fleiri ríkja, sagt niðurstöðuna ólögmæta. SÞ gagnrýnt kosningarnar Stjórnarandstæðingar lýstu sömuleiðis yfir sigri í kosningunum en stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum um birtingu ítarlegrar niðurstöðu atkvæðatalningar. Maduro og stjórn hans hafa þrengt mjög að stjórnarandstæðingum og frjálsum skoðanaskiptum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að forsetakosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýndu kjörstjórn landsins harðlega fyrir að kveða upp úrslit án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Hermaður í haldi Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins staðfestir að bandarískur hermaður sé í haldi í Venesúela og hafa borist óstaðfestar fregnir af tveimur öðrum bandarískum ríkisborgurum. Cabello, innanríkisráðherra Venesúela segir fólkið í haldi hafa haft samband við „franska málaliða“ frá Austur-Evrópu og tekið þátt í „aðgerð til að reyna að ráðast á“ Venesúela. Sakar hann hópinn um að skipuleggja hryðjuverk. Stjórnvöld í Venesúela staðhæfa að Spánverjarnir sem eru í haldi séu tengdir spænsku leyniþjónustunni CNI en spænskir miðlar hafa eftir heimildum að svo sé ekki. AFP-fréttaveitan hefur eftir ónefendum viðmælanda að spænsk stjórnvöld hafni því að eiga aðild að aðgerð sem var ætlað að grafa undan pólitískum stöðugleika í Venesúela.
Venesúela Bandaríkin Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57