Börsungar hafa þar með unnið fyrstu fimm deildarleiki sína og það með markatölunni 17-4.
Þetta var frábær dagur fyrir toppliðið en spútnikliðið frá því í fyrra er ekki alveg að ná að fylgja á eftir ævintýrinu á síðasta tímabili.
Ungstirnið Lamine Yamal skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Fyrst á 30. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni og svo sjö mínútum síðar eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski.
Dani Olmo skoraði síðan þriðja markið eftir stoðsendingu frá Jules Koundé á 47. mínútu og Barcelona nánast gekk frá leiknum í byrjun seinni hálfleiks.
Markið skoraði spænski landsliðsmaðurinn með frábæru skoti úr þröngu færi.
Dagurinn varð síðan enn betri þegar Pedri skoraði fjórða markið á 64. mínútu. Gestirnir náðu að minnka muninn í lokin.
Yamal er nú kominn með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í fimm fyrstu umferðunum.