Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. september 2024 12:29 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Vísir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira