Ósáttur með misvísandi svör um 400 þúsund króna reikning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2024 17:08 Gunnar segir lítinn hvata fyrir bændur að gera hreint á jörðum sínum þegar gjaldtakan er með þessum hætti. Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins. Gunnar Þormar Þorsteinsson bóndi vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópi íbúa Mýrdalshrepps. „Ég ákvað bara að taka til. Ég var fyrst búinn að henda járni. Ég bað um járnagám og henti níu og hálfu tonni af járni. Það er endurgjaldslaust. Svo ætlaði ég bara að halda áfram, enda kominn í tiltektarstuð. Þá fékk ég þennan almenna gám, sem ég vissi alveg að ég fengi ekki endurgjaldslaust. En mig grunaði ekki að það yrði svona upphæð,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu, og vísar til reiknings upp á 399.280 krónur frá Hringrás - endurvinnslu. Reikningurinn sem um ræðir.Gunnar Þormar Þorsteinsson Í sundurliðuðum reikningi eru rukkaðar 25 þúsund krónur fyrir leigu á gámnum, 27 þúsund fyrir losun úr gáminum, og 270 þúsund krónur fyrir úrvinnslu á 5.400 kílóum á úrgangi, eða 50 krónur á kílóið. Með virðisaukaskatti upp á 24 prósent gerir það áðurnefndar 399.280 krónur. „Það er losun inni í Vík, 13 kílómetra frá mér, og ég hefði ekki þurft að borga neitt fyrir það. Það væru einhverjar fimm ferðir með sturtuvagn,“ segir Gunnar. Hann segir raunar að styttra sé í urðunarstaðinn frá bæ hans heldur en frá Vík. Það sæti því furðu hversu hátt gjald hann greiði fyrir úrvinnsluna. Kristján Már Unnarsson ræddi við Gunnar og Þorbjörgu Kristjánsdóttur konu hans í þáttunum Um land allt árið 2019: Misvísandi svör Gunnar segist hafa haft samband við Hringrás vegna reikningsins, sem hann hafi verið ósáttur við. „Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið einhvern afslátt af þessu, en það var þvertekið fyrir það. Þetta gjald væri bara það sem sveitarfélagið, eða Hula bs., tæki fyrir, 50 krónur. Það var það sem var sagt við mig,“ segir Gunnar. Í svari við færslu Gunnars segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri að Hula bs. tæki 10 krónur fyrir hvert kíló, en Hringrás tæki 30 krónur, samkvæmt samningi. Því hafi Gunnar skrifað póst á forsvarsmenn Hringrásar. „Þá svaraði hann mér því að þetta væri rangt. Hula fengi 40 krónur, en Hringrás 10 krónur.“ Hann hafi því fengið mjög misvísandi svör, auk þess sem misræmi sé í því sem sveitarstjórinn hafi sagt og svörum Hringrásar. Það vanti tíu krónur á milli fyrri skýringar og þeirrar seinni. Hvati til ruslasöfnunar Óháð því hvað sé rétt í gjaldskrármálum segir Gunnar lítinn hvata í því fyrir bændur og búalið að gera hreint á jörðum sínum þegar gjaldið fyrir losun úrgangs sé jafn hátt og raun ber vitni. „Maður man eftir því sem barn að þá var ruslið brennt, þá bara safnaðist ruslið á ákveðnum stað, bara ruslahaugur. Þessi þróun snýst bara aftur við og menn fara bara að safna aftur drasli í sveitina. Það er hvatinn við þetta gjald.“ Uppistaða þyngdarinnar í gáminum hafi þar að auki verið blautt timbur, sem hægt sé að endurvinna, ólíkt mörgu öðru rusli. Gunnar er gagnrýninn á að aðeins sé rukkað fyrir þyngd þess sem verið er að henda. „Ef maður myndi henda fullum gámi af plastefnum, sem ekki er hægt að endurvinna, þá borgarðu minna fyrir það en blautt timbur. En það fór svosem margt annað en timbur í þennan gám sem ekki er endurvinnanlegt. En mesta þyngdin var í þessu timbri,“ segir Gunnar. Kostnaður sem skilar sér seint til baka Hann segir muna um minni upphæðir en þessa. „Þetta er kannski ekki mikið fyrir þá sem eru í ferðaþjónustu og með bullandi veltu, en fyrir venjulegan búrekstur þá skilar það sér seint inn í reksturinn að taka eitthvað til í kringum sig. Annað en að manni líður betur, þangað til maður fær reikninginn,“ segir Gunnar. „Ég panta að minnsta kosti aldrei gám aftur svona.“ Fulltrúi Hringrásar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Ekki hefur náðst í sveitarstjóra Mýrdalshrepps við vinnslu fréttarinnar. Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira
Gunnar Þormar Þorsteinsson bóndi vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópi íbúa Mýrdalshrepps. „Ég ákvað bara að taka til. Ég var fyrst búinn að henda járni. Ég bað um járnagám og henti níu og hálfu tonni af járni. Það er endurgjaldslaust. Svo ætlaði ég bara að halda áfram, enda kominn í tiltektarstuð. Þá fékk ég þennan almenna gám, sem ég vissi alveg að ég fengi ekki endurgjaldslaust. En mig grunaði ekki að það yrði svona upphæð,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu, og vísar til reiknings upp á 399.280 krónur frá Hringrás - endurvinnslu. Reikningurinn sem um ræðir.Gunnar Þormar Þorsteinsson Í sundurliðuðum reikningi eru rukkaðar 25 þúsund krónur fyrir leigu á gámnum, 27 þúsund fyrir losun úr gáminum, og 270 þúsund krónur fyrir úrvinnslu á 5.400 kílóum á úrgangi, eða 50 krónur á kílóið. Með virðisaukaskatti upp á 24 prósent gerir það áðurnefndar 399.280 krónur. „Það er losun inni í Vík, 13 kílómetra frá mér, og ég hefði ekki þurft að borga neitt fyrir það. Það væru einhverjar fimm ferðir með sturtuvagn,“ segir Gunnar. Hann segir raunar að styttra sé í urðunarstaðinn frá bæ hans heldur en frá Vík. Það sæti því furðu hversu hátt gjald hann greiði fyrir úrvinnsluna. Kristján Már Unnarsson ræddi við Gunnar og Þorbjörgu Kristjánsdóttur konu hans í þáttunum Um land allt árið 2019: Misvísandi svör Gunnar segist hafa haft samband við Hringrás vegna reikningsins, sem hann hafi verið ósáttur við. „Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið einhvern afslátt af þessu, en það var þvertekið fyrir það. Þetta gjald væri bara það sem sveitarfélagið, eða Hula bs., tæki fyrir, 50 krónur. Það var það sem var sagt við mig,“ segir Gunnar. Í svari við færslu Gunnars segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri að Hula bs. tæki 10 krónur fyrir hvert kíló, en Hringrás tæki 30 krónur, samkvæmt samningi. Því hafi Gunnar skrifað póst á forsvarsmenn Hringrásar. „Þá svaraði hann mér því að þetta væri rangt. Hula fengi 40 krónur, en Hringrás 10 krónur.“ Hann hafi því fengið mjög misvísandi svör, auk þess sem misræmi sé í því sem sveitarstjórinn hafi sagt og svörum Hringrásar. Það vanti tíu krónur á milli fyrri skýringar og þeirrar seinni. Hvati til ruslasöfnunar Óháð því hvað sé rétt í gjaldskrármálum segir Gunnar lítinn hvata í því fyrir bændur og búalið að gera hreint á jörðum sínum þegar gjaldið fyrir losun úrgangs sé jafn hátt og raun ber vitni. „Maður man eftir því sem barn að þá var ruslið brennt, þá bara safnaðist ruslið á ákveðnum stað, bara ruslahaugur. Þessi þróun snýst bara aftur við og menn fara bara að safna aftur drasli í sveitina. Það er hvatinn við þetta gjald.“ Uppistaða þyngdarinnar í gáminum hafi þar að auki verið blautt timbur, sem hægt sé að endurvinna, ólíkt mörgu öðru rusli. Gunnar er gagnrýninn á að aðeins sé rukkað fyrir þyngd þess sem verið er að henda. „Ef maður myndi henda fullum gámi af plastefnum, sem ekki er hægt að endurvinna, þá borgarðu minna fyrir það en blautt timbur. En það fór svosem margt annað en timbur í þennan gám sem ekki er endurvinnanlegt. En mesta þyngdin var í þessu timbri,“ segir Gunnar. Kostnaður sem skilar sér seint til baka Hann segir muna um minni upphæðir en þessa. „Þetta er kannski ekki mikið fyrir þá sem eru í ferðaþjónustu og með bullandi veltu, en fyrir venjulegan búrekstur þá skilar það sér seint inn í reksturinn að taka eitthvað til í kringum sig. Annað en að manni líður betur, þangað til maður fær reikninginn,“ segir Gunnar. „Ég panta að minnsta kosti aldrei gám aftur svona.“ Fulltrúi Hringrásar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Ekki hefur náðst í sveitarstjóra Mýrdalshrepps við vinnslu fréttarinnar.
Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Sjá meira