Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 15:19 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra málaflokksins, fagnar árangrinum þótt enn megi gera betur í netöryggismálum. Vísir/Vilhelm Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu. Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira
Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu.
Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Sjá meira