Timberlake gengst við ölvunarakstri Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 21:04 Eftir einn ei aki neinn, jafnvel ekki Justin Timberlake. AP Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake viðurkenndi að hafa ekið bíl sínum þrátt fyrir að hann væri ekki í ástandi til þess fyrir dómi í New York í dag. Hann hvatti fólk til að þess að aka ekki ölvað. Söngvarinn var handtekinn í The Hamptons, heldrimannahverfi í New York-ríki, í júní. Þá hafði hann hunsað stöðvunarskyldu og ekið rykkjótt. Í ákæru á hendur honum kom fram að af honum hefði lagt stæka áfengislykt og augu hans hefðu verið blóðhlaupin og stjörf. Timberlake neitaði að anda í áfengismæli og stóð sig illa á prófi sem er ætlað að meta ökuhæfni. Hann sagði lögreglumönnum að hann hefði fengið sér eitt glas af brenndu víni. Til þess að komast hjá alvarlegri eftirmálum gerði Timberlake sátt við saksóknara um að hann játaði á sig vægara brot sem telst ekki hegningarlagabrot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Timberlake þarf að greiða sekt og gegna 25 klukkustunda samfélagsþjónustu. Strax eftir að málinu var lokið afgreiddi Timberlake síðasta skilyrði sáttarinnar: að vara almenning við því að aka undir áhrifum áfengis fyrir utan dómshúsið. „Jafnvel þótt þú hafir bara fengið þér einn drykk, ekki setjast undir stýri. Þetta eru mistök sem ég gerði en ég vona að þau sem eru að horfa og hlusta núna geti lært af þeim. Ég veit að ég hef gert það,“ sagði Timberlake fullur iðrunar. Bílar Áfengi og tóbak Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20 Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Söngvarinn var handtekinn í The Hamptons, heldrimannahverfi í New York-ríki, í júní. Þá hafði hann hunsað stöðvunarskyldu og ekið rykkjótt. Í ákæru á hendur honum kom fram að af honum hefði lagt stæka áfengislykt og augu hans hefðu verið blóðhlaupin og stjörf. Timberlake neitaði að anda í áfengismæli og stóð sig illa á prófi sem er ætlað að meta ökuhæfni. Hann sagði lögreglumönnum að hann hefði fengið sér eitt glas af brenndu víni. Til þess að komast hjá alvarlegri eftirmálum gerði Timberlake sátt við saksóknara um að hann játaði á sig vægara brot sem telst ekki hegningarlagabrot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Timberlake þarf að greiða sekt og gegna 25 klukkustunda samfélagsþjónustu. Strax eftir að málinu var lokið afgreiddi Timberlake síðasta skilyrði sáttarinnar: að vara almenning við því að aka undir áhrifum áfengis fyrir utan dómshúsið. „Jafnvel þótt þú hafir bara fengið þér einn drykk, ekki setjast undir stýri. Þetta eru mistök sem ég gerði en ég vona að þau sem eru að horfa og hlusta núna geti lært af þeim. Ég veit að ég hef gert það,“ sagði Timberlake fullur iðrunar.
Bílar Áfengi og tóbak Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20 Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Timberlake ákærður og handtökumyndin birt Lögregluyfirvöld vestanhafs hafa birt myndina sem tekin var af tónlistarmanninum Justin Timberlake eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur um helgina. 19. júní 2024 07:20
Justin Timberlake handtekinn Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn fyrir ölvunarakstur snemma í morgun á Long Island eyjunni á austurströnd Bandaríkjanna. 18. júní 2024 13:51
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög