Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2024 09:05 Pia Kjærsgaard tók fyrst sæti á danska þinginu árið 1984. EPA Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn. Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Kjærsgaard greindi frá þessu á Facebook í morgun. Hún segir þar að hún verði orðin áttræð þegar næstu þingkosningar fara fram og að hún geti ekki hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á þinginu. „Þó að stjórnmál séu spennandi, áhugaverð og gefandi þá verður að vera tími fyrir annað í mínu lífi. Þess vegna segi ég brátt takk fyrir rúm fjörutíu ótrúleg ár og fer á eftirlaun,“ segir Kjærsgaard. Hún segist hafa tekið ákvörðunina upp á eigin spýtur og segist sannfærð um að ákvörðunin sé rétt. Danski þjóðarflokkurinn hefur lengi barist fyrir strangari innflytjendalöggjöf í Danmörku. Kjærsgaard var fyrst kjörin á þing fyrir Framfaraflokkinn árið 1984 – flokk sem Mogens Glistrup stýrði. Hún hafði starfað sem húshjálp áður en hún tók sæti á þingi. Hún varð fljótt lykilmanneskja í flokknum en gekk til liðs við Danska þjóðarflokkinn árið 1995. Hún stýrði flokknum á árunum 1995 til 2012, en á árunum 2001 til 2011 var flokkurinn stuðningsflokkur hægristjórnar Vestre og Íhaldsmanna. Hún gegndi svo embætti forseta danska þingsins á árunum 2015 til 2019. Kjærsgaard kom hingað til lands árið 2018 sem forseti danska þingsins til að sækja hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum og vakti þá athygli að þingflokkur Pírata ákvað að sækja ekki fundinn vegna veru Kjærsgaard og afstöðu hennar til innflytjendamála. Þá yfirgaf einn þingmaður Samfylkingarinnar, Helga Vala Helgadóttir, fundinn á meðan ræðu Kjærsgaard stóð.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira