Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 08:45 Tagovailoa liggur í jörðinni og hlýtur aðhlynningu. Megan Briggs/Getty Images Það virðist ekki ætla af Tua Tagovailoa, leikstjórnanda Miami Dolphins í NFL-deildinni, að ganga. Hann virðist hafa fengið sinn þriðja heilahristing á ferlinum í leik liðsins í nótt og óttast margur að ferill hans sé á enda. Tagovailoa átti ekki sinn besta leik þegar Dolphins fengu Buffalo Bills í heimsókn til Miami í fyrsta leik annarrar umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Bills-vörnin olli honum og sóknarleik Dolphins allskyns vandræðum og var sigur gestanna í raun aldrei í hættu. James Cook, hlaupari Bills-liðsins, fór mikinn og skoraði þrjú snertimörk í 31-10 sigri Bills en þannig var staðan þegar Tagovailoa hlaut þungt höfuðhögg seint í þriðja leikhluta. Honum lenti saman við Damar Hamlin, varnarmann Bills. Huga þurfti að Tagovailoa um hríð áður en hann fór af velli.Carmen Mandato/Getty Images Hamlin vakti heimsathygli þegar hann fór í hjartastopp á vellinum á síðasta ári og ekki vakti síður athygli þegar hann sneri aftur á völlinn. Hann hefur tryggt sér byrjunarliðssæti í vörn Bills sem átti frábært kvöld í gær. Þriðji heilahristingurinn Menn hafa aftur á móti miklar áhyggjur af Tagovailoa. Hann virtist missa stjórn á útlimum sínum eftir höggið og sýndi svokallað skylmingaviðbragð (e. fencing response) sem er algeng eftir heilahristing. Hægri hönd hann kipptist til og sperrtist upp er hann lá í jörðinni. The Thursday night play on which Dolphins QB Tua Tagovailoa suffered another concussion: pic.twitter.com/q7P5L7LiaK— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 13, 2024 Þetta er í annað sinn sem svo óhugnanleg sýn blasir við eftir höfuðhögg leikstjórnandans en högg sem hann hlaut í lok september árið 2022 kallaði á sama viðbragð. Þá sperrtust hendur hans upp þegar hann lá meðvitundarlaus í jörðinni. Mikil reiði gerði vart við sig fyrir tveimur árum en þá hlaut Tagovailoa annan heilahristinginn á innan við viku og sögðu margir skandal að hann hafi verið inn á vellinum til að byrja með þegar síðari heilahristingurinn hlaust. Nú virðist sem hann hafi hlotið sinn þriðja heilahristing á ferlinum og óttast margur að ferill hans geti verið á enda runninn. Getur leitt til taugaskaða og geðraskana Tauga- og heilavísindamaðurinn Dr. Chris Nowinski hefur beitt sér í málum tengdum heilahristingi og stofnaði samtökin Concussion Legacy Foundation vestanhafs. Hann var hneysklaður að Tagovailoa hafi fengið að spila leikinn fyrir tveimur árum þegar hann hlaut sinn annan heilahristing. Hann tjáði sig einnig um atvik gærkvöldsins á samfélagsmiðlinum X. Jaylen Waddle, útherji Dolphins, biður fyrir liðsfélaga sínum Tua á vellinum í gær.Peter Joneleit/Icon Sportswire via Getty Images „Ég bið fyrir fyrir Tua Tagovailoa. Takið eftir að hægri hönd hans kreppist í hnefa og handleggurinn fer beint upp í loftið. Það er líkamsbeiting og merki um meðvitundarleysi og heilahristing. Hann er klárlega úr leik. Svo sorglegt,“ sagði Nowinski sem segir leikstjórnandann í erfiðri stöðu hvað framhald ferils hans varðar. „Það er enginn töfra fjöldi heilahristinga sem kallar á enda ferils. Það veltur allt á því hvernig hann jafnar sig á þessu, en að fá of marga heilahristinga getur leitt til langvinnra einkenna og geðraskana. Hann er á mjög erfiðum stað,“ sagði Nowinski. Allen biður fyrir heilsu Tua Josh Allen, leikstjórnandi Bills-liðsins, biður einnig til æðri máttarvalda vegna Tagovailoa. „Vitandi hvað hefur komið fyrir hann áður, veistu bara að ég er að biðja fyrir honum og fjölskyldu hans. Hann er frábær fótboltamaður, en ég hef verið í kringum hann fyrir utan fótboltavöllinn og hann er enn ótrúlegri manneskja (…) Ég vona að allt sé í lagi,“ sagði Allen í viðtali eftir leik í gær. Josh Allen on Tua Tagovailoa’s concussion: “Understanding what’s happened in the past, just know I’m praying for him and his family. He’s a great football player but I’ve been around him outside the football field & he’s an even more amazing human... Hope everything is alright.” pic.twitter.com/qWz0FVFY93— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) September 13, 2024 Buffalo Bills hefur unnið báða leiki sína í upphafi leiktíðar en sigur gærkvöldsins er sérstaklega mikilvægur þar sem Bills og Dolphins eru í sama riðli í NFL-deildinni. Bills er efst með tvo sigra, New England Patriots með einn sigur eftir fyrstu umferðina, Dolphins unnið einn og tapað einum en New York Jets tapaði sínum fyrsta leik og er á botninum. Umræðan um höfuðhögg ekki ný af nálinni NFL-deildin hefur sætt gagnrýni undanfarin ár vegna slakra viðbragða við höfuðmeiðslum leikmanna. "I'm just worried about the human being." ❤️Mike McDaniel on Tua Tagovailoa pic.twitter.com/vn3OI48sXz— Bleacher Report (@BleacherReport) September 13, 2024 Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Árið 2015 féllst deildin á að greiða einn milljarð bandaríkjadala í bótagreiðslur til að leysa þúsundir málsókna fyrrum leikmanna sem þjáðust af tauga- og/eða heilaskaða. NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira
Tagovailoa átti ekki sinn besta leik þegar Dolphins fengu Buffalo Bills í heimsókn til Miami í fyrsta leik annarrar umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Bills-vörnin olli honum og sóknarleik Dolphins allskyns vandræðum og var sigur gestanna í raun aldrei í hættu. James Cook, hlaupari Bills-liðsins, fór mikinn og skoraði þrjú snertimörk í 31-10 sigri Bills en þannig var staðan þegar Tagovailoa hlaut þungt höfuðhögg seint í þriðja leikhluta. Honum lenti saman við Damar Hamlin, varnarmann Bills. Huga þurfti að Tagovailoa um hríð áður en hann fór af velli.Carmen Mandato/Getty Images Hamlin vakti heimsathygli þegar hann fór í hjartastopp á vellinum á síðasta ári og ekki vakti síður athygli þegar hann sneri aftur á völlinn. Hann hefur tryggt sér byrjunarliðssæti í vörn Bills sem átti frábært kvöld í gær. Þriðji heilahristingurinn Menn hafa aftur á móti miklar áhyggjur af Tagovailoa. Hann virtist missa stjórn á útlimum sínum eftir höggið og sýndi svokallað skylmingaviðbragð (e. fencing response) sem er algeng eftir heilahristing. Hægri hönd hann kipptist til og sperrtist upp er hann lá í jörðinni. The Thursday night play on which Dolphins QB Tua Tagovailoa suffered another concussion: pic.twitter.com/q7P5L7LiaK— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 13, 2024 Þetta er í annað sinn sem svo óhugnanleg sýn blasir við eftir höfuðhögg leikstjórnandans en högg sem hann hlaut í lok september árið 2022 kallaði á sama viðbragð. Þá sperrtust hendur hans upp þegar hann lá meðvitundarlaus í jörðinni. Mikil reiði gerði vart við sig fyrir tveimur árum en þá hlaut Tagovailoa annan heilahristinginn á innan við viku og sögðu margir skandal að hann hafi verið inn á vellinum til að byrja með þegar síðari heilahristingurinn hlaust. Nú virðist sem hann hafi hlotið sinn þriðja heilahristing á ferlinum og óttast margur að ferill hans geti verið á enda runninn. Getur leitt til taugaskaða og geðraskana Tauga- og heilavísindamaðurinn Dr. Chris Nowinski hefur beitt sér í málum tengdum heilahristingi og stofnaði samtökin Concussion Legacy Foundation vestanhafs. Hann var hneysklaður að Tagovailoa hafi fengið að spila leikinn fyrir tveimur árum þegar hann hlaut sinn annan heilahristing. Hann tjáði sig einnig um atvik gærkvöldsins á samfélagsmiðlinum X. Jaylen Waddle, útherji Dolphins, biður fyrir liðsfélaga sínum Tua á vellinum í gær.Peter Joneleit/Icon Sportswire via Getty Images „Ég bið fyrir fyrir Tua Tagovailoa. Takið eftir að hægri hönd hans kreppist í hnefa og handleggurinn fer beint upp í loftið. Það er líkamsbeiting og merki um meðvitundarleysi og heilahristing. Hann er klárlega úr leik. Svo sorglegt,“ sagði Nowinski sem segir leikstjórnandann í erfiðri stöðu hvað framhald ferils hans varðar. „Það er enginn töfra fjöldi heilahristinga sem kallar á enda ferils. Það veltur allt á því hvernig hann jafnar sig á þessu, en að fá of marga heilahristinga getur leitt til langvinnra einkenna og geðraskana. Hann er á mjög erfiðum stað,“ sagði Nowinski. Allen biður fyrir heilsu Tua Josh Allen, leikstjórnandi Bills-liðsins, biður einnig til æðri máttarvalda vegna Tagovailoa. „Vitandi hvað hefur komið fyrir hann áður, veistu bara að ég er að biðja fyrir honum og fjölskyldu hans. Hann er frábær fótboltamaður, en ég hef verið í kringum hann fyrir utan fótboltavöllinn og hann er enn ótrúlegri manneskja (…) Ég vona að allt sé í lagi,“ sagði Allen í viðtali eftir leik í gær. Josh Allen on Tua Tagovailoa’s concussion: “Understanding what’s happened in the past, just know I’m praying for him and his family. He’s a great football player but I’ve been around him outside the football field & he’s an even more amazing human... Hope everything is alright.” pic.twitter.com/qWz0FVFY93— Cameron Wolfe (@CameronWolfe) September 13, 2024 Buffalo Bills hefur unnið báða leiki sína í upphafi leiktíðar en sigur gærkvöldsins er sérstaklega mikilvægur þar sem Bills og Dolphins eru í sama riðli í NFL-deildinni. Bills er efst með tvo sigra, New England Patriots með einn sigur eftir fyrstu umferðina, Dolphins unnið einn og tapað einum en New York Jets tapaði sínum fyrsta leik og er á botninum. Umræðan um höfuðhögg ekki ný af nálinni NFL-deildin hefur sætt gagnrýni undanfarin ár vegna slakra viðbragða við höfuðmeiðslum leikmanna. "I'm just worried about the human being." ❤️Mike McDaniel on Tua Tagovailoa pic.twitter.com/vn3OI48sXz— Bleacher Report (@BleacherReport) September 13, 2024 Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Árið 2015 féllst deildin á að greiða einn milljarð bandaríkjadala í bótagreiðslur til að leysa þúsundir málsókna fyrrum leikmanna sem þjáðust af tauga- og/eða heilaskaða.
NFL Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Sjá meira