Vill vinna titilinn á eigin forsendum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 23:32 Hefur trú á eigin getu. Vísir/Getty Images Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1, segist vilja vinna heimsmeistaratitilinn með því að keyra hraðar og betur en Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Red Bull. Fyrr í dag var greint frá því að McLaren hefði beðið Oscar Piastri, samherja Norris, að gera kollega sínum greiða í komandi kappakstri í þeirri von um að Norris skáki Verstappen og stöðvi þar með einokun hans í Formúlu 1. Norris segist þakklátur fyrir þá ákvörðun McLaren að leggja allt í sölurnar til að hann verði heimsmeistari en hann segist ekki vilja „fá heimsmeistaratitilinn gefins.“ „Það væri frábært að verða meistari og maður er á bleiku skýi en til lengri tíma litið held é gað yrði ekki stoltur: Það er ekki þannig sem þú vilt vinna heimsmeistaratitilinn.“ Norris er 62 stigum á eftir Verstappen þegar það eru átta keppnir eftir af Formúlu 1 tímabilinu og 232 stig í pottinum. McLaren er þá aðeins átta stigum á eftir Red Bull í keppni bílasmíða. „Ég vil vinna titilinn með því að berjast við Max og hafa betur. Með því að sigra keppinautinn get ég sýnt fram á að ég er sá besti á kappakstursbrautinni. Þannig vil ég sigra,“ bætti Norris við. Kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 fer fram í Aserbaídsjan á sunnudaginn kemur og er í beinni á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 10.30. Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að McLaren hefði beðið Oscar Piastri, samherja Norris, að gera kollega sínum greiða í komandi kappakstri í þeirri von um að Norris skáki Verstappen og stöðvi þar með einokun hans í Formúlu 1. Norris segist þakklátur fyrir þá ákvörðun McLaren að leggja allt í sölurnar til að hann verði heimsmeistari en hann segist ekki vilja „fá heimsmeistaratitilinn gefins.“ „Það væri frábært að verða meistari og maður er á bleiku skýi en til lengri tíma litið held é gað yrði ekki stoltur: Það er ekki þannig sem þú vilt vinna heimsmeistaratitilinn.“ Norris er 62 stigum á eftir Verstappen þegar það eru átta keppnir eftir af Formúlu 1 tímabilinu og 232 stig í pottinum. McLaren er þá aðeins átta stigum á eftir Red Bull í keppni bílasmíða. „Ég vil vinna titilinn með því að berjast við Max og hafa betur. Með því að sigra keppinautinn get ég sýnt fram á að ég er sá besti á kappakstursbrautinni. Þannig vil ég sigra,“ bætti Norris við. Kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 fer fram í Aserbaídsjan á sunnudaginn kemur og er í beinni á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 10.30.
Akstursíþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira