Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 18:16 Weinstein í dómsal á Manhattan í júlí. Fjöldi kvenna hefur sakað hann um nauðgun og kynferðisleg ofbeldi yfir margra ára tímabil. AP/Adam Gray Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09