Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 10:47 Una Jónsdóttir er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira