Krefjast þess að Ísraelsher bæti ráð sitt eftir dráp á Bandaríkjamanni Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2024 08:45 Aðgerðasinnar halda á lofti plakötum með mynd af Eygi við útför hennar á Vesturbakkanum á mánudag. AP/Nasser Nasser Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna kröfðust þess að Ísraelsher breytti starfsháttum sínum á Vesturbakkanum eftir að hermenn skutu bandaríska konu til bana á mótmælum þar í síðustu viku. Ísraelsmenn segja að um óhapp hafi verið að ræða. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum. Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar Ísraelshers sem voru birtar í gær benda til þess að afar líklegt sé að ísraelskir hermenn hafi hleypt af skotum sem urðu Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamalli bandarísk-tyrkneskri konu, að bana í Beita á föstudag. Drápið á henni hefði verið óviljaverki og sagðist herinn harma það. Eygi var skotin þegar hermenn stökktu mótmælendum á flótta á stað þar sem Palestínumenn hafa ítrekað orðið fyrir árásum landtökumanna gyðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Niðurstaða bráðabirgðarannsóknarinnar var kynnt Bandaríkjastjórn í gær. Joe Biden forseti talaði í kjölfarið um að byssukúla hefði endurkastast í Eygi af jörðinni. Palestínumenn segja að hún hafi verið skotin í höfuðið. Fjölskylda Eygi segir rannsókn Ísraelshers óviðunandi og krefst sjálfstæðrar bandarískrar rannsóknar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, lýstu drápinu á Eygi sem „tilefnislausu og óréttlætanlegu“ í gær en þeir hafa ekki áður gripið svo sterkt til orða um framferði Ísraelshers. Þeir segja báðir að Bandaríkjastjórn ætli að krefjast þess að Ísraelsmenn breyti nálgun sinni á Vesturbakkanum. „Enginn ætti að vera skotinn til bana fyrir að taka þátt í mótmælum. Að okkar mati verða ísraelskar öryggissveitir að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum sínum á Vesturbakkanum, þar á meðal breytingar á reglum sínum um valdbeitingu,“ sagði Blinken við blaðamenn í London. Sakamáladeild ísraelsku herlögreglunnar er sögð rannsaka dauða Eygi. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn fylgjast grannt með framvindu hennar en fátítt væri að Ísraelsher réðist í sakamálarannsókn í tilvikum sem þessum.
Ísrael Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 7. september 2024 22:57