Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 22:00 Streymisrisinn Spotify hefur glímt við gervispilanir um nokkurt skeið. getty Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti. Tónlist Bandaríkin Gervigreind Streymisveitur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti.
Tónlist Bandaríkin Gervigreind Streymisveitur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira