„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 20:00 Ólafur Ingi Skúlason djúpt hugsi á hliðarlínunni í Víkinni í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. „Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira
„Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Sjá meira