„Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 20:00 Ólafur Ingi Skúlason djúpt hugsi á hliðarlínunni í Víkinni í dag. Vísir/Anton Brink Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða. „Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Körfubolti Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Fótbolti Fleiri fréttir „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Haaland að verða pabbi Lærisveinar Heimis með sinn fyrsta sigur Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Bellingham og VAR gátu ekki bjargað Englendingum „Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Åge ræður hvort kallað verði í Albert Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Tekst að búa til úrslitaleik við Dani? „Við þurfum að taka okkar sénsa“ Sjá meira
„Þetta var erfiður dagur hjá okkur í dag. Við vorum ágætir í fyrri hálfleik og erum frekar passívir til að byrja með. Við fáum á okkur örlítil færi í byrjun og svo fannst mér fyrri hálfleikur í járnum, ekki mikið af færum fyrir hvorugt lið,“ sagði Ólafur Ingi eftir leikinn í dag. „Við ætluðum að koma inn í seinni hálfleik með krafti og nýta okkur vindinn. Við verðum kannski óþreyjufullir og leitum í síðasta bolta of snemma. Verðum óþolinmóðir.“ Velska liðið skorar strax í upphafi síðari hálfleiks og segir Ólafur að það hafi tekið drengina tíma til að ná takti að nýju. „Það gaf þeim von og var áfall fyrir okkur. Það hafði töluverð áhrif og það tók okkur smá tíma að ná áttum. Í seinni hálfleik erum við of fljótir að reyna að fara í lokaboltann, höldum ekki nægilega vel í hann og hreyfum þá ekki nóg. Þeir fengu kraft með markinu og gaf þeim orku. Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum.“ Nokkuð vanir þessum aðstæðum Það var talsverður vindur á Víkingsvellinum í dag og ætlaði íslenska liðið að nýta sér kunnuglegar aðstæður. Þeim brást þó bogalistin í þetta sinn. „Við vorum búnir að kíkja á spána og æfðum hérna í gær. Við vissum hvað við værum að fara út í og ætluðum að reyna nýta okkur þetta það sem við erum orðnir nokkuð vanir þessum aðstæðum en það tókst ekki í dag,“ sagði Ólafur Ingi um aðstæður dagins. Framundan eru tveir leikir í október á móti Litáen og Danmörk. Drengirnir þurfa fullt hús úr leikjunum tveimur til að eiga möguleika til að komast á lokamót EM á næsta ári. Ólafur Ingi vonast eftir úrslitaleik í Danmörku. „Það leggst vel í mig. Þjálfarateymið þarf núna að setjast niður og fara yfir þetta verkefni sem við vorum í núna. Fara yfir þá hluti sem við þurfum að bæta og svo er það bara Litáen hérna heima. Það er leikur sem er „must win“ fyrir okkur og þá getum við mögulega farið til Danmerkur í úrslitaleik.“ Róbert Orri Þorkelsson þurfti að fara út af vellinum meiddur í síðari hálfleik en þjálfarinn er ekki viss um meiðslin fyrst um sinn. „Sýnist þetta vera eitthvað aftan í læri. Þurfum að skoða það nánar og vonum að það sé ekkert alvarlegt,“ sagði Ólafur Ingi að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Íslenski boltinn Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn Fótbolti Haaland að verða pabbi Fótbolti Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Fótbolti Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Fótbolti Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Fótbolti „Draumur frá því ég var lítill“ Fótbolti Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley Körfubolti Hún er svo klár og því er þetta ekki svo hræðilegt Körfubolti Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Fótbolti Fleiri fréttir „Andlega lúinn“ Jón Daði færist nær Bestu deildinni Saka fór meiddur út af „Draumur frá því ég var lítill“ Solskjær hafnaði Dönum Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Grikkir vildu ekki spila við Englendinga vegna fráfalls Baldocks Býst ekki við að landa starfinu stóra eftir óvænt tap Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Haaland að verða pabbi Lærisveinar Heimis með sinn fyrsta sigur Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Bellingham og VAR gátu ekki bjargað Englendingum „Þrjú skot á markið og tvö af þeim fara inn“ Uppgjörið: Ísland - Litháen 0-2 | Vonir íslenska liðsins orðnar að engu Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Åge óviss varðandi Albert: „Gæti verið ómögulegt“ Åge ræður hvort kallað verði í Albert Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales „Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Ætlar ekki að hætta að sjúga í sig kosmíska krafta Þjálfari Íslands hvetur Dani til að ráða Solskjær Tekst að búa til úrslitaleik við Dani? „Við þurfum að taka okkar sénsa“ Sjá meira