Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 17:59 Árásin átti sér stað þegar brotaþoli og kona voru á göngu niður Hofsvallagötuna nærri Landakotsskóla. vísir/vilhelm Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt. Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt.
Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46