Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Árni Sæberg skrifar 10. september 2024 15:02 Svona ökuskírteini eru af skornum skammti eins og er. stöð 2 Nokkurra mánaða bið er eftir að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Ökuskírteinaframleiðsla er að flytjast heim og fyrst um sinn eru plastbirgðir takmarkaðar en skírteini verða framleidd í neyðartilfellum. Maður sem lenti í því að brjóta ökuskírteinið sitt hafði samband við Vísi þegar honum var tjáð að hann fengi ekki nýtt skírteini afhent fyrr en í febrúar. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ástæðan sé sú að verið sé að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands frá Ungverjalandi, þar sem hún hafi verið síðastliðinn áratug. Biðtíminn styttist verulega Sigríður segir það fylgja breytingunni að biðtími eftir afgreiðslu nýs ökuskírteinis fari úr allt að þremur vikum í eina viku. Hins vegar gerist það ekki fyrr en eftir áramót, miðað við áætlanir, þar sem enn eigi eftir að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini. Þangað til hvetur Sýslumaður fólk til þess að nýta frekar stafræn ökuskírteini, enda séu þau ekki frábrugðin þeim úr plasti hvað varðar notkun hér á landi. Hægt að fá skírteini í neyð Þurfi fólk nauðsynlega á skírteini úr plasti að halda, til að mynda vegna fyrirhugaðrar leigu bílaleigubíls erlendis, séu skírteini prentuð. Ástæðan fyrir lengri biðtíma sé einfaldlega sú að verið sé að spara það litla plast sem er til. Þá bendir hún á að hægt sé að fá alþjóðlegt ökuskírteini hjá Sýslumanni, sem afgreitt sé á meðan fólk bíður. Samgöngur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Maður sem lenti í því að brjóta ökuskírteinið sitt hafði samband við Vísi þegar honum var tjáð að hann fengi ekki nýtt skírteini afhent fyrr en í febrúar. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ástæðan sé sú að verið sé að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands frá Ungverjalandi, þar sem hún hafi verið síðastliðinn áratug. Biðtíminn styttist verulega Sigríður segir það fylgja breytingunni að biðtími eftir afgreiðslu nýs ökuskírteinis fari úr allt að þremur vikum í eina viku. Hins vegar gerist það ekki fyrr en eftir áramót, miðað við áætlanir, þar sem enn eigi eftir að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini. Þangað til hvetur Sýslumaður fólk til þess að nýta frekar stafræn ökuskírteini, enda séu þau ekki frábrugðin þeim úr plasti hvað varðar notkun hér á landi. Hægt að fá skírteini í neyð Þurfi fólk nauðsynlega á skírteini úr plasti að halda, til að mynda vegna fyrirhugaðrar leigu bílaleigubíls erlendis, séu skírteini prentuð. Ástæðan fyrir lengri biðtíma sé einfaldlega sú að verið sé að spara það litla plast sem er til. Þá bendir hún á að hægt sé að fá alþjóðlegt ökuskírteini hjá Sýslumanni, sem afgreitt sé á meðan fólk bíður.
Samgöngur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira