Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 08:54 Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði stjórnvöld í Berlín alls ekki geta fellt sig við tillögur Draghi um sameiginlega lántöku Evrópuríkja til þess að fjármagna nauðsynlega innspýtingu í evrópska hagkerfið. Vísir/EPA Fjármálaráðherra Þýskalands hafnaði metnaðarfullum tillögum fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu um efnahagslega endurreisn álfunnar aðeins örfáum klukkustundum eftir að þær voru lagðar fram í gær. Nær útilokað virðist að þær nái fram að ganga. Efnahagslegri hnignun Evrópu, sem er að verða undir í samkeppni við Bandaríkin og Kína, var lýst sem tilvistarlegum vanda í skýrslu Mario Draghi um samkeppnishæfni álfunnar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var kynnt í gær. Þar lagði Draghi meðal annars til fordæmalausa fjárfestingu upp á 800 milljarða evra í nútíma- og afkolefnisvæðingu evrópska hagkerfisins á þessum áratug. Að öðrum kosti væri velferð, umhverfi og réttindi íbúa álfunnar í hættu vegna hagkerfis sem drægist saman. Blekið í skýrslunni var þó varla þornað áður en Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, þvertók fyrir að þýsk stjórnvöld gætu fellt sig við tillögur Draghi. Sérstaklega var það tillaga hans um að Evrópuríkin tækju á sig skuldir sameiginlega til þess að fjármagna nauðsynlega innspýtingu sem fór fyrir brjóstið á Lindner, að sögn Politico. „Þýskaland mun ekki samþykkja þetta,“ sagði Lindner innan við þremur klukkustundum eftir að skýrsla Draghi var kynnt. Vandamál Evrópu væri ekki skortur á framleiðslustyrkjum heldur heftandi skrifræði og áætlunarbúskapur. „Auknar ríkisskuldir kosta vexti en þær auka ekki endilega hagvöxt,“ sagði þýski fjármálaráðherrann. Pólitískur ómöguleiki Því er lýst sem pólitískum ómöguleika að koma tillögum Draghi í verk vegna þeirrar tregðu sem er innbyggð í þunglamalegt ákvarðantökukerfi Evrópusambandsins, sérstaklega þegar kemur að beinhörðum peningum. Örfá eða jafnvel eitt ríki geta tafið eða stöðvað mál á ýmsum stigum, sem er eitt af því sem Draghi gagnrýndi í skýrslu sinni. Eins og ummæli þýska fjármálaráðherrans bera með sér er líklegt að Þýskaland og Holland, þar sem skuldir ríkisins eru hlutfallslega lágar og lítill áhugi er á að niðurgreiða skuldir nágrannaríkja, komi í veg fyrir að sýn Draghi um sameiginlega lántöku Evrópuríkja verði að veruleika. Svipaða sögu er að segja af öðrum hugmyndum eins og um sameiginlegt skatthlutfall í Evrópu sem öll ríki þyrftu að leggja blessun sína yfir. Efnahagsmál Evrópusambandið Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagslegri hnignun Evrópu, sem er að verða undir í samkeppni við Bandaríkin og Kína, var lýst sem tilvistarlegum vanda í skýrslu Mario Draghi um samkeppnishæfni álfunnar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem var kynnt í gær. Þar lagði Draghi meðal annars til fordæmalausa fjárfestingu upp á 800 milljarða evra í nútíma- og afkolefnisvæðingu evrópska hagkerfisins á þessum áratug. Að öðrum kosti væri velferð, umhverfi og réttindi íbúa álfunnar í hættu vegna hagkerfis sem drægist saman. Blekið í skýrslunni var þó varla þornað áður en Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, þvertók fyrir að þýsk stjórnvöld gætu fellt sig við tillögur Draghi. Sérstaklega var það tillaga hans um að Evrópuríkin tækju á sig skuldir sameiginlega til þess að fjármagna nauðsynlega innspýtingu sem fór fyrir brjóstið á Lindner, að sögn Politico. „Þýskaland mun ekki samþykkja þetta,“ sagði Lindner innan við þremur klukkustundum eftir að skýrsla Draghi var kynnt. Vandamál Evrópu væri ekki skortur á framleiðslustyrkjum heldur heftandi skrifræði og áætlunarbúskapur. „Auknar ríkisskuldir kosta vexti en þær auka ekki endilega hagvöxt,“ sagði þýski fjármálaráðherrann. Pólitískur ómöguleiki Því er lýst sem pólitískum ómöguleika að koma tillögum Draghi í verk vegna þeirrar tregðu sem er innbyggð í þunglamalegt ákvarðantökukerfi Evrópusambandsins, sérstaklega þegar kemur að beinhörðum peningum. Örfá eða jafnvel eitt ríki geta tafið eða stöðvað mál á ýmsum stigum, sem er eitt af því sem Draghi gagnrýndi í skýrslu sinni. Eins og ummæli þýska fjármálaráðherrans bera með sér er líklegt að Þýskaland og Holland, þar sem skuldir ríkisins eru hlutfallslega lágar og lítill áhugi er á að niðurgreiða skuldir nágrannaríkja, komi í veg fyrir að sýn Draghi um sameiginlega lántöku Evrópuríkja verði að veruleika. Svipaða sögu er að segja af öðrum hugmyndum eins og um sameiginlegt skatthlutfall í Evrópu sem öll ríki þyrftu að leggja blessun sína yfir.
Efnahagsmál Evrópusambandið Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf