Chelsea stelpurnar hafa verið duglegar að stoppa og taka myndir af sér með aðdáendum sem og skrifa eiginhandaráritanir.
Þetta er líka algengt í kvennaboltanum og við hér á Íslandi þekkjum þetta vel þegar stelpurnar í A-landsliðinu gefa sér mikinn tíma með ungum aðdáendum sínum eftir landsleiki.
Um leið og áhorfendum fjölgar á leiki í ensku kvennadeildinni þá eykst hættan á því að eitthvað komi fyrir viðkomandi leikmenn.
Það getur verið erfitt að stýra og stjórna æstum aðdáendum þegar fjöldinn er orðinn mikil.
Það er ekki langt síðan að það komu bara nokkuð hundruð áhorfendur á leiki Chelsea en nú er uppselt á flesta leiki liðsins. Leikvöllurinn tekur fimm þúsund manns.
Chelsea segir þetta hafa verið erfiða ákvörðun en að félagið hafi fullan skilning hjá stuðningsmannafélögum sem skilja að þetta var óhjákvæmileg þróun mála. Öryggi leikmanna er alltaf sett í fyrsta sæti.
Chelsea lofar aftur á móti að skipuleggja viðburði þar sem aðdáendur fái tækifæri til að hitta leikmenn kvennaliðsins við aðstæður sem öryggisverðir Chelsea hafa betri stjórn á.