Veður

Von á 35 metrum á sekúndu í hviðum á Kjalar­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Byggðin á Kjalarnesi.
Byggðin á Kjalarnesi. Vísir/Vilhelm

Gera má ráð fyrir að vindur fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi þar til eftir hádegi á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi hjá Veðurvaktinni.

Þar kemur fram að suðaustanlands hvessi í kvöld og standi sviptivindar jafnframt fram af Vatnajökli í nótt og fyrramálið þvert á veginn. „Allt austur fyrir Höfn. Á Skeiðarársandi við Gígjukvísl má reikna með sandfoki í fyrramálið,“ segir í tilkynningunni.

Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir vegna norðanáttarinnar sem framundan er. Appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi klukkan 18 í kvöld á Norðurlandi eystra og Ströndum og Norðurlandi vestra og verða í gildi til klukkan níu í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Kalt, blautt og hvasst

Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings norðanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi í dag og slyddu eða snjókomu til fjalla. Sunnan heiða verður hins vegar yfirleitt bjart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×