Myndavélar Alþjóðageimstöðvarinnar og flugvélar NASA mynduðu geimfarið þar sem það sveif niður til lendingar í Nýju-Mexíkó í myrkrinu.
Geimfararnir Butch Wilmore og Suni Williams flugu út með geimfarinu og áttu að koma til baka með flauginni eftir átta daga ferð í júní en ekkert varð úr því vegna ítrekaðra bilana. Þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom til að mynda á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní.
Loks var ákveðið að senda flaugina heim mannlausa, þar sem ekki var talið öruggt að fljúga geimförunum heim í henni. Þeir munu dvelja í geimstöðinni á sporbaug um jörðu þar til á næsta ári.

Notast verður við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Geimfarið fer stað í lok þessa mánaðar og vonast er til þess að geimfararnir lendi á jörðu í febrúar á næsta ári, átta mánuðum eftir áætlaða heimkomu.