Drap 81 dýr á þremur tímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 15:23 Lögregla fann riffla, haglabyssur og skammbyssur á vettvangi. Eftir að hafa leitað í húsbíl Vicente Arroyo fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. AP Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra. Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Hinn 39 ára Vicente Arroyo mætti í dómsal á fimmtudag eftir að lögregla Monterey-sýslu handtók hann á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa skotið dýrin í stíum, hesthúsum og búrum á lóð í þorpinu Prunedale í Kaliforníu. Samkvæmt dómskjölum er Arroyo ákærður fyrir að drepa fjórtán geitur, níu hænur, sjö endur, fimm kanínur, hamstur, 33 páfagauka og þrjá smáhesta sem hétu Lucky, Estrella og Princess. Að sögn lögreglu lifðu einhver dýranna af skotárásina en vegna alvarleika áverka þeirra þurfti samt að lóga þeim. Efast um að Arroyo sé heill á geði Arroyo bjó í húsbíl á vínekru við hliðina á lóðinni þar sem dýrin voru geymd. Ekki er enn vitað hvers vegna hann ákvað að drepa dýrin. William Pernik, lögfræðingur Arroyo, sagði að eftir að hafa rætt við skjólstæðing sinn og fjölskyldu hans hafi hann beðið dómarann um að framkvæmt yrði mat á geðheilbrigði Arroyo. „Við erum að eiga við einstakling sem hefur hlotið mjög alvarlegar ákærur og virðist ekki vera í réttu hugarástandi til að skilja málshöfðunina gegn sér,“ sagði Pernik í samtali við AP. Hann greindi einnig frá því að fjölskylda Arroyo hefði leitað til nokkurra geðheilbrigðisstofnana til að koma honum í hendur sérfræðinga en allt kom fyrir ekki. Dómarinn varð við beiðni lögfræðingsins um að framkvæmt yrði mat á Arroyo. „Hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð“ Lögregluyfirvöld í Monterey sögðust hafa fengið fjölda neyðarlínuhringinga upp úr þrjú aðfaranótt þriðjudags um að verið væri að hleypa af skotum í þorpinu Prunedal sem er þrettán kílómetra frá borginni Salinas. Eftir að lögregla mætti á svæðið var SWAT-teymi Monterey-sýslu kallað til og var Arroyo handtekinn í kjölfarið án nokkurrar mótspyrnu. Mynd af skothylkjum og byssukúlum sem fundust í húsbíl Arroyo.AP Lögregla fann átta skotvopn, þar á meðal riffla, haglabyssur og skammbyssur, á vettvangi og eftir að hafa leitað í húsbíl Arroyo þá fundust sjö skotvopn til viðbótar, þar á meðal ólöglegur AK-47 og um 2.000 skothylki og byssukúlur. Arroyo hefur verið ákærður í mörgum ákæruliðum, þar á meðal fyrir dýraníð, fyrir að hleypa af byssu af vítaverðu gáleysi, skemmdarverk og glæpsamlegar hótanir. „Þetta er augljóslega hryllilegasta dýraníðsmál sem við höfum séð í þessari sýslu. Ég er viss um það,“ sagði Berkley Bannon umdæmissaksóknari við fjölmiðla á fimmtudag.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dýr Hestar Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira