„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 10:25 Börn Pélicot-hjónanna (frá vinstri til hægri), David, Caroline Darian og Florian, mæta í dómsalinn í Avignon á fimmtudag. AP/Joly Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira