Stjórnmálasamtök ávítuð fyrir vanskil á reikningum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. september 2024 11:43 Allir flokkar sem sitja á Alþingi í dag hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2022. vísir/Vilhelm Aðeins 31,5 prósent þeirra stjórnmálaflokka eða samtaka sem sæti áttu á Alþingi eða buðu fram í kosningum til sveitastjórna árið 2022 hafa staðið skil á ársreikningum fyrir það ár. Mikill misbrestur hefur orðið á skilum ársreikninga stjórnmálasamtaka undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Ríkisendurskoðunar sem var birt í dag. Fjöldi þeirra sem hafa skilað ársreikning fyrir árið 2022 er 22 en 50 samtök eða flokkar eiga enn eftir skila. Tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka ber flokkum eða samtökum sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna skylda til að skila reikningum sínum til stofnunarinnar fyrir 1. nóvember ár hvert fyrir síðastliðið ár. Eru því rúmlega tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út. „Er þessi niðurstaða sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að margir þeirra aðila sem ekki hafa staðið skil á uppgjörum hafa þegið fjármuni frá sveitarfélögum en það er skilyrði fyrir úthlutun á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum að viðkomandi flokkar eða samtök hafi staðið skil á reikningum sínum til ríkisendurskoðanda,“ segir í tilkynningunni. Um 150 þáðu greiðslu frá sveitarfélögum Þess má geta að Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfing - Grænt framboð hafa allir skilað ársreikning fyrir árið 2022. Píratar skiluðu sínum ársreikning síðast eða 15. febrúar á þessu ári og Flokkur fólksins fyrst allra flokka 23. október 2023. Samfylkingin skilaði sínum ársreikning tveimur og hálfum mánuði eftir að fresturinn rann út. „Enn fremur er vakin athygli á að annað skilyrði fyrir úthlutun fjár úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að þeir flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna séu skráð sem stjórnmálasamtök hjá ríkisskattstjóra og séu birt á stjórnmálasamtakaskrá. Athygli vekur að aðeins 21 aðili er skráður á umrædda skrá í dag en samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar þáðu um 150 aðilar greiðslur frá sveitarfélögum á árinu 2022.“ Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Ríkisendurskoðunar sem var birt í dag. Fjöldi þeirra sem hafa skilað ársreikning fyrir árið 2022 er 22 en 50 samtök eða flokkar eiga enn eftir skila. Tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka ber flokkum eða samtökum sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna skylda til að skila reikningum sínum til stofnunarinnar fyrir 1. nóvember ár hvert fyrir síðastliðið ár. Eru því rúmlega tíu mánuðir síðan að fresturinn rann út. „Er þessi niðurstaða sérstaklega ámælisverð í ljósi þess að margir þeirra aðila sem ekki hafa staðið skil á uppgjörum hafa þegið fjármuni frá sveitarfélögum en það er skilyrði fyrir úthlutun á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum að viðkomandi flokkar eða samtök hafi staðið skil á reikningum sínum til ríkisendurskoðanda,“ segir í tilkynningunni. Um 150 þáðu greiðslu frá sveitarfélögum Þess má geta að Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfing - Grænt framboð hafa allir skilað ársreikning fyrir árið 2022. Píratar skiluðu sínum ársreikning síðast eða 15. febrúar á þessu ári og Flokkur fólksins fyrst allra flokka 23. október 2023. Samfylkingin skilaði sínum ársreikning tveimur og hálfum mánuði eftir að fresturinn rann út. „Enn fremur er vakin athygli á að annað skilyrði fyrir úthlutun fjár úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að þeir flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitastjórna séu skráð sem stjórnmálasamtök hjá ríkisskattstjóra og séu birt á stjórnmálasamtakaskrá. Athygli vekur að aðeins 21 aðili er skráður á umrædda skrá í dag en samkvæmt upplýsingum Ríkisendurskoðunar þáðu um 150 aðilar greiðslur frá sveitarfélögum á árinu 2022.“
Alþingi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira