Kærur ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 19:01 Landsvirkjun áætlar að reisa 26 vindmyllur í Búrfellslundi sem framleiða um 120 megavött. Getty Deilur um tekjur af fasteignagjöldum af vindorkuveri í Búrfelli gætu tafið framkvæmdir Landsvirkjunar um allt að tvö ár. Umhverfis- og orkumálaráðherra segir kæruleiðir ekki hugsaðar til að ná fram pólitískum markmiðum. Orkustofnun gaf Landsvikrjun virkjanaleyfi fyrir fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi fyrir þremur vikum. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í rúman áratug að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Þá bregður svo við að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra virkjanaleyfið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skemmst er að minnast þess þegar Hvammsvirkjun var komin á sama stað í ferlinu fyrir rúmu ári. Þá felldi úrskuðrarnefndin nýútgefið virkjanaleyfið úr gildi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun.Stöð 2/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir málið alvarlegt að allir þurfi að bera ábyrgð á því. „Kæruleiðirnar eru ekki hugsaðar til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Og það er grafalvarlegt mál ef við erum í þeirri stöðu að einhver, sama hver það er, er að koma í veg fyrir eitthvað sem er löngu búið að ákveða, allir hafa komið að. Koma þar að leiðandi í veg fyrir að þjóðin raforku sem hún þarf svo sannarlega á að halda,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið hafi verið ötullega að því að koma raforkuframleiðslu aftur af stað eftir langt hlé. „Það er að fara að gerast núna. Það er mjög mikil ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem ætla sér að bera ábyrgð á orkuskorti í landinu,“ segir ráðherra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sættis sig ekki við að fá ekkert af fasteignagjöldum Búrfellslundar rétt handan landamerkjanna við nágrannasveitarfélagið.Grafík/Hjalti Búrfellslundur á ekki að rísa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi heldur á milli Búrfellsvirkjunar og Sultartangavirkjunar í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Þangað munu öll fasteignagjöld af vindorkuverinu renna og þar stendur hnífurinn kannski í kúnni. Gnúpverjar segja stjórnvöld hafa lofað að jafna tekjur sveitarfélaga af mannvirkjum virkjana. Þar til ný lög hafi verið samþykkt þar að lútandi, væri ekki hægt að halda áfram með Búrfellslund. Það er einn þingvetur eftir af kjörtímabilinu. Heldur þú að þetta umrædda þingmál rati inn í þingið á haustmánuðum? „Það er á þingmálaskrá og það fer inn í þingið. Það hefur alltaf legið fyrir og allir vita það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Orkustofnun gaf Landsvikrjun virkjanaleyfi fyrir fyrir vindorkuverinu Búrfellslundi fyrir þremur vikum. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í rúman áratug að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Þá bregður svo við að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra virkjanaleyfið til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Skemmst er að minnast þess þegar Hvammsvirkjun var komin á sama stað í ferlinu fyrir rúmu ári. Þá felldi úrskuðrarnefndin nýútgefið virkjanaleyfið úr gildi. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikla ábyrgð hvíla á þeim sem ætli að stöðva frekari orkuöflun.Stöð 2/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir málið alvarlegt að allir þurfi að bera ábyrgð á því. „Kæruleiðirnar eru ekki hugsaðar til þess að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Og það er grafalvarlegt mál ef við erum í þeirri stöðu að einhver, sama hver það er, er að koma í veg fyrir eitthvað sem er löngu búið að ákveða, allir hafa komið að. Koma þar að leiðandi í veg fyrir að þjóðin raforku sem hún þarf svo sannarlega á að halda,“ segir Guðlaugur Þór. Unnið hafi verið ötullega að því að koma raforkuframleiðslu aftur af stað eftir langt hlé. „Það er að fara að gerast núna. Það er mjög mikil ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem ætla sér að bera ábyrgð á orkuskorti í landinu,“ segir ráðherra. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps sættis sig ekki við að fá ekkert af fasteignagjöldum Búrfellslundar rétt handan landamerkjanna við nágrannasveitarfélagið.Grafík/Hjalti Búrfellslundur á ekki að rísa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi heldur á milli Búrfellsvirkjunar og Sultartangavirkjunar í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Þangað munu öll fasteignagjöld af vindorkuverinu renna og þar stendur hnífurinn kannski í kúnni. Gnúpverjar segja stjórnvöld hafa lofað að jafna tekjur sveitarfélaga af mannvirkjum virkjana. Þar til ný lög hafi verið samþykkt þar að lútandi, væri ekki hægt að halda áfram með Búrfellslund. Það er einn þingvetur eftir af kjörtímabilinu. Heldur þú að þetta umrædda þingmál rati inn í þingið á haustmánuðum? „Það er á þingmálaskrá og það fer inn í þingið. Það hefur alltaf legið fyrir og allir vita það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Landsvirkjun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16 Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39 Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað samfélagið Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 5. september 2024 12:16
Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 5. september 2024 10:39
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir áætlaðan vindmyllugarð alfarið innan marka Rangárþings ytra Landsvirkjun segir greinilega einhvern misskilning á ferð hjá sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um staðsetningu áætlaðrar uppbyggingar vindmyllugarðs. Fyrirhugaður Búrfellslundur sé alfarið innan marka nágrannasveitarfélagsins Rangárþings ytra. 19. janúar 2024 06:42